31.03.1965
Sameinað þing: 36. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 24 í D-deild Alþingistíðinda. (2665)

21. mál, aðstoð við þróunarlöndin

Ólafur Björnsson:

Herra forseti. Ég vildi aðeins leyfa mér að þakka hv. utanrmn. fyrir greiða og jákvæða afstöðu, sem hún hefur tekið til afgreiðslu þessarar þáltill. Eins og suma hv. þm. ef til vill rekur minni til, frá því að till. var fyrst til umr., var mér dálítið um það og ó að vísa till. til hv. utanrmn. Ég hafði á tilfinningunni, að sú n. væri dálítið seinvirk og vandséð um, að það, sem færi inn í skjalamöppu hennar, kæmi þaðan aftur og lagði því til, að till. yrði vísað til annarrar n. En þegar hæstv. forseti benti mér á það, að samkv. ákveðinni gr. þingskapanna, sem hann sýndi mér, væri varla annað hægt en að vísa till. til utanrmn., þá beygði ég mig auðvitað fyrir því og nú hefur reynslan sýnt, að þær efasemdir, sem ég hafði í garð n. í þessu efni, hafa ekki verið á rökum reistar og ég vil aðeins endurtaka þakklæti mitt til hv. n. og formanns hennar og frsm.