28.10.1964
Sameinað þing: 7. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 539 í D-deild Alþingistíðinda. (3136)

24. mál, Áburðarverksmiðja

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég ætla ekkert að deila við hæstv. ráðh. um þessar 7.2 millj., sem hann telur, að þarna hafi græðzt við þessa breytingu á fyrirkomulagi áburðarsölunnar, því að ég hef bent á, að það er svo ákaflega ótraustur grundvöllur undir þessum útreikningum hans, jafnvel þó að hann beri fyrir sig einhvern löggiltan endurskoðanda. Ég mundi aldrei treysta mér til að segja það, hver kostnaður hefði orðið við áframhaldandi rekstur stofnunar, sem var lögð niður fyrir nokkrum árum, ef hún startaði enn í dag og ég geri ekki ráð fyrir, að hæstv. ráðh. hafi neinn mann, sem getur sagt um það með nokkurri vissu, svo að þetta er ákaflega ótraust allt saman. En hafi einhver hagnaður af þessu orðið, sem ég skal ekkert um segja, átti hann þá ekki að koma fram í lækkuðu áburðarverði til bænda? Ég hefði haldið það. En í stað þess er tekið á 3. millj. kr. árið sem leið af áburðarsölunni beint inn í ríkiasjóð, 6–7 sinnum hærri upphæð en var þó árið áður. Það er þetta, sem ég geri aths. við og tel að hér þurfi að verða breyting á. Það á ekki að verða gróðafyrirtæki fyrir ríkið, hvorki framleiðsla né sala tilbúins áburðar.