09.12.1964
Sameinað þing: 17. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 594 í D-deild Alþingistíðinda. (3214)

81. mál, innheimta á stóreignaskatti

Fyrirspyrjandi (Halldór E. Sigurðsson) :

Herra forseti. Eitt af þeim málum, sem hafa verið mjög á dagskrá hjá þjóðinni á yfirstandandi ári, eru skattamálin, álagning þeirra, innheimta og hvernig hefur verið að þjóðinni búið í þeim málum. Um einn skatt hefur þó verið hljótt á þessu ári, þ.e. stóreignaskatt, sem á var lagður Samkv. l. frá 3. júní 1957. Ég hef því leyft mér að flytja á þskj. 111 fsp. til hæstv. fjmrh., sem er svo hljóðandi:

„Hve mikið hefur verið innheimt á árinu 1964 af stóreignaskatti, sem á var lagður samkv. l. nr. 44 3. júní 1957? Hve mikið er óinnheimt af skattinum? Hvenær er gert ráð fyrir að innheimtu hans ljúki?“