09.12.1964
Sameinað þing: 17. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 594 í D-deild Alþingistíðinda. (3215)

81. mál, innheimta á stóreignaskatti

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen) :

Herra forseti. Á síðasta Alþingi gaf ég yfirlit að gefnu tilefni vegna fsp. um álagningu og innheimtu stóreignaskatts. Það, sem spurt er um nú, er í fyrsta lagi: „Hve mikið hefur verið innheimt á árinu 1964 afstóreignaskatti?“ Það eru 415.689 kr. Í öðru lagi er spurt: „Hve mikið er eftir óinnheimt af skattinum?“ Það lætur nærri, að það séu 25 millj. 480 þús. Það er ekki enn lokið útreikningi á álögðum stóreignaskatti og stafar það af því, að enn er ekki lokið málum fyrir dómstólum um vafaatriði varðandi skattálagninguna. Í þriðja lagi er spurt: „Hvenær er gert ráð fyrir, að innheimtu hans ljúki?“ Um það er ekki hægt að fullyrða, en ég geri ráð fyrir því, að það verði á næsta ári.