10.02.1965
Sameinað þing: 26. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 631 í D-deild Alþingistíðinda. (3254)

114. mál, hlustunarskilyrði útvarps á Norður- og Austurlandi

Ingvar Gíslsson:

Herra forseti. Ég ætlaði ekki að blanda mér í þessar umr., en það var út af því, sem hv. 2. þm. Norðurl. e. var að segja hér rétt áðan í sambandi við það fjármagn, sem varíð er á fjárl. til þess að bæta hlustunarskilyrði á Austfjörðum og Norðausturlandi. Ég geri ráð fyrir, að hv. 3. þm. Norðurl. e. hafi ætlað að svara honum þessu, en hann hefur notað sinn ræðutíma.

Samkv. 22. gr. fjárlaga segir í IX. lið: „Ríkisstj. er heimilt að heimila ríkisútvarpinu að verja allt að 1.1 millj. kr. af tekjuafgangi sínum til að bæta hlustunarskilyrði á Austfjörðum og Norðausturlandi.“

Ég veit ekki til, að annað sé um þetta sagt.