10.02.1965
Sameinað þing: 26. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 631 í D-deild Alþingistíðinda. (3255)

114. mál, hlustunarskilyrði útvarps á Norður- og Austurlandi

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason) :

Herra forseti. Það er aðeins ein setning í framhaldi af þessu. 22. gr. tekur til tekjuafgangs ríkisútvarpsins. Hins vegar er það algerlega rétt, sem hv. þm. Jónas G. Rafnar, hv. 2. þm. Norðurl. e., benti á, að í gildandi fjárl. eru veittar 8 millj. kr. til útvarpsstöðva og hluta af því fé er að sjálfsögðu hægt að nota til þess að reisa endurvarpsstöðvar eða til þeirra framkvæmda, sem tæknilega þykja skynsamlegar til þess að bæta hlustunarskilyrði á Austurlandi og Norðurlandi, ef ákvörðun er tekin um slíkar framkvæmdir og það mun verða gert, ef nægilega sterk tæknileg rök hníga að því, að slíkar ráðatafanir séu skynsamlegar, eins og ég hef tekið áður fram í því, sem ég hef sagt.