12.11.1964
Neðri deild: 14. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 24 í B-deild Alþingistíðinda. (33)

2. mál, innheimta gjalda með viðauka

Frsm. (Davíð Ólafsson):

Herra forseti. Fjhn. þessarar d. hefur haft til meðferðar frv. til l. um innheimtu ýmissa gjalda með viðauka, á þskj. 2, sem er stjórnarfrv. og kveður svo á. að innheimta skuli ýmis gjöld með þar til greindum viðaukum á árinu 1965. Hér er um að ræða framlengingu á gildandi l., sem gilda fyrir árið 1964, með þeirri breytingu þó, að burt eru felld ákvæði um bifreiðaskatt og innflutningsgjald af hjólbörðum, en það var fellt niður með vegal., sem samþ. voru á Alþingi á árinu 1963.

Á þskj. 61 er álit n., þar sem hún eða þeir 6 nm., sem þar eru tilgreindir, mæla með frv. óbreyttu, en einn nm., hv. 5. þm. Austf., Lúðvík Jósefsson hefur óbundnar hendur um afstöðu til málsins. Ég legg því til, að frv. verði samþ. og vísað til 3. umr.