28.04.1965
Sameinað þing: 44. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 683 í D-deild Alþingistíðinda. (3320)

183. mál, dánar- og örorkubætur sjómanna

Fyrirspyrjandi (Geir Gunnarsson):

Herra forseti. Á þingi 1960, flutti ég ásamt hv. núv. 5. þm. Vestf. frv. til l. um breyt. á l. um almannatryggingar; þess efnis, að öllum íslenzkum sjómönnum yrðu tryggðar sérstakar örorku- og dánarbætur, a.m.k. 200 þús. kr., miðað við fulla örorku eða dauða. Þá höfðu nokkur sjómannafélög tryggt félagsmönnum sínum þessi réttindi með kjarasamningum, en önnur ekki, og engir sjómenn á bátum undir 12 tonnum nutu tryggingarinnar, þar sem ekkí er lögskráð á þá báta. Þeirrar tryggingar njóta þeir ekki enn í dag. Frv. okkar fékkst ekki. samþ., hvorki á því þingi né síðar, þegar það var endurflutt. Þannig reyndist ekki unnt að tryggja með lögum jafnan rétt allra íslenzkra sjómanna til dánar- og örorkubóta. Gerðum við flm. þá tilraun til þess að fá samþykkta þáltill. þess efnis, að ríkisstj. léti undirbúa og leggja fyrir Alþ. frv. til l., sem tryggði öllum íslenzkum sjómönnum þann sama rétt í tryggingarmálum, sem sumir þeirra nutu þá fyrir fulltingi stéttarsamtaka sinna.

Á meðan frv. okkar og síðar þáltill., sem flutt var á tveimur þingum, var í meðferð hv. Alþ. og fékkst ekki afgreidd, héldu þeir atburðir enn áfram að gerast, að íslenzkir sjómenn féllu í valinn við störf sín á hafinu við þær aðstæður, að vandamenn sumra þeirra nutu 200 þús. kr. sérbóta, en vandamenn annarra alls engra sérbóta. Loks síðari hluta síðasta þings, fyrir rúmu ári, var þáltill. okkar samþ. með nokkurri breytingu og var svo hljóðandi, með leyfi hæstv. forseta:

„Alþingi ályktar að skora á ríkisstj. að láta athuga, á hvern hátt megi tryggja, að allir íslenzkir sjómenn njóti sérstakrar slysatryggingar, eigi lægri en 200 þús. kr. miðað við fulla örorku eða dauða. Athugun skal lokið fyrir þinglok 1965.”

Samkv. ósk minni var sett það tímamark, sem greinir í síðustu setningu till., en í upphaflegu till. okkar flm. var einnig tímamark, þar sem gert var ráð fyrir, að lagafrv. um sértryggingar sjómanna yrði lagt fyrir það þing, sem þá sat, en þáltill. okkar var flutt þegar í upphafi þings. Ég býst við, að flestir hv. alþm. hafi lagt þann skilning í það tímamark, sem sett var, að ástæða væri til að vænta þess, að niðurstöður þeirrar athugunar,

sem þáltill. gerði ráð fyrir, yrðu lagðar fyrir hv. Alþ. fyrir þinglok 1965. Enn hefur ekkert heyrzt um, hvað máli þessu líður eða um nokkrar niðurstöður athugananna.

Nú líður senn að þinglokum, og enn nýlega hafa þeir atburðir gerzt, að íslenzkir sjómenn hafa drukknað við störf sín án þess að vera tryggðir þeim sömu sérbótum og allflestir stéttarbræður þeirra njóta. Slíkt misrétti má ekki láta viðgangast lengur. Með samþykkt þáltill. okkar hv. 5. þm. Vestf. liggur fyrir viljayfirlýsing hv. Alþ., að úr þessu verði bætt. Ég hef því lagt fram svo hljóðandi fyrirspurnir til hæstv. félmrh. vegna þessa brýna hagsmunamáls sjómanna:

„1. Hversu miðar þeirri athugun, sem gert er ráð fyrir í till. til þál. um sérstakar dánar- og örorkubætur sjómanna, sem samþ. var á Alþingi hinn 4. mara 1964?

2. Eru líkur á., að niðurstöður þeirrar athugunar verði lagðar fyrir Alþingi það, er nú situr?”