21.12.1964
Sameinað þing: 21. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 448 í B-deild Alþingistíðinda. (338)

92. mál, fjáraukalög 1963

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Það eru skekkjur í þessu frv. Hv. þm. stjórnarflokkanna hafa nýlega samþykkt hér á Alþingi frv. til l. um samþykkt á ríkisreikningnum fyrir árið 1963. Það var sýnt fram á það fullgreinilega, að sá reikningur var rangur, og það voru fluttar brtt. til leiðréttingar á honum, er. þær voru felldar. Hv. þm. stjórnarflokkanna munu hafa talið sig vera að gegna þar skyldum sínum við ríkisstj., að vinna þetta fyrir hana að samþykkja rangan reikning, þó að það væri til lítillar sæmdar þeim sjálfum. Nú hefði vitanlega verið rétt að bera fram einnig brtt. við þetta frv. Ég ætla þó ekki að gera það, því að ég veit, að þeir mundu einnig fella hana eins og þær leiðréttingartillögur, sem bornar voru fram við ríkisreikninginn. Ég tel víst, úr því að þeir samþykktu rangan ríkisreikning, að þá mundu þeir ekki heldur víla fyrir sér að samþykkja þetta frv. með þeim villum, sem í því eru, og læt ég þess vegna niður falla að trufla þá nokkuð í þeirri iðju með því að bera fram brtt. við frv.