14.12.1964
Sameinað þing: 19. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 492 í B-deild Alþingistíðinda. (355)

1. mál, fjárlög 1965

Frsm. meiri hl. (Jón Árnason):

Herra forseti. Eins og fram kemur í nál. meiri hl. fjvn. á þskj. 154, hefur n. ekki orðið sammála um afgreiðslu fjárlagafrv., þannig að fulltrúi Alþb. í n. og fulltrúar Framsfl. skila sérstökum nál. í tvennu lagi. Allt fyrir það, þótt n. sé þannig þríklofin, stendur hún sameiginlega að öllum brtt., sem fluttar eru á þskj. 148.

Eins og um getur í nál. meiri hl., áskilja minni hlutar n. sér rétt til þess að flytja eða fylgja brtt., sem fram kunna að koma við einstaka liði frv. eða hinar sameiginlegu till. n. Ég vil taka það fram, að innan n. hefur verið hin bezta samvinna um afgreiðslu málsins, en það hefur að sjálfsögðu auðveldað störfin, og vil ég sérstaklega þakka meðnm. mínum þetta ágæta samstarf. Eins og fram kemur í nál. minni hl. og þeim brtt. um fjárveitingar, sem þeir hafa borið fram á sérstökum þskj., er augljóst, að n. gat ekki átt samleið um allt, sem um var að ræða, enda ekki við því að búast.

Fjvn. hóf störf sín 19. okt. s.l. Hefur hún alls haldið 37 fundi, en þegar á 2. fundi hóf hún athugun sína á fjárlagafrv., bar saman einstaka liði þess við fjárlög yfirstandandi árs og ríkisreikning ársins 1963. Auk sjálfs fjárlagafrv. hefur n. haft til afgreiðslu 525 erindi, sem henni hafa borizt frá ýmsum aðilum. Hefur n. leitazt við að setja sig inn í mál þessi, eftir því sem kostur hefur verið á. Hér er í mörgum tilfellum um fjárbeiðnir að ræða, sem ætlaðar eru til margvíslegra þjóðnýtra framkvæmda, stuðning við fjölbreytt félagsmálastarf þjóðarinnar og ýmis önnur málefni. Hefði n. vissulega kosið að geta verið ríflegri í till. sínum um auknar fjárveitingar en fram kemur í till. n. En í þessum efnum sem öðrum verður að sníða stakk eftir vexti, ef ekki á illa að fara. Til viðbótar því kemur svo sá vandi, þegar þarfirnar eru miklar, en það er að vega og meta, hvað á að samþykkja og hverju á að hafna.

Í viðræðum, sem n. átti við forstöðumenn hinna ýmsu ríkisstofnana, kom það yfirleitt fram, að þeir töldu, að í fjárlagafrv. fyrir 1965 væri komið meira til móts við óskir þeirra en átt hefði sér stað í flestum tilfellum áður. Þrátt fyrir það varð ekki hjá því komizt að gera ýmsar breytingar, sem höfðu í för með sér verulegar hækkanir á útgjöldum frv., eins og brtt. á þskj. 148 bera með sér, en þær eru samtals að upphæð 48 538 758 kr. Er þar stærstur hlutinn til skólamála, sem nemur um helmingi af hækkuninni eða 24 611 758 kr., og mun ég koma nánar að því síðar. Af þessum breytingum, ef samþykktar verða, leiðir, að í stað þess að fjárlagafrv. er nú með 10 305 331 kr. tekjuafgangi á sjóðsyfirliti, verður það nú með 38 233 427 kr. greiðsluhalla, ef aðrar breytingar koma ekki til.

Eins og fram kemur í nál. meiri hl., er á það bent, að í aths. við 19. gr. fjárlagafrv. kemur í ljós, að niðurgreiðslur á vöruverði innanlands, sem eru áætlaðar 336 millj. kr., séu aðeins til þess að mæta niðurgreiðslum eins og þær voru í maímánuði s.l. á ársgrundvelli að viðbættri áætlaðri söluaukningu næsta ár. Hins vegar er ekki gerð till. um það, hversu skuli á næsta ári fara með þær niðurgreiðslur, sem síðan hafa bætzt við og nauðsynlegar hafa reynzt til þess að halda vísitölunni óbreyttri um sinn, eins og gert var ráð fyrir, þegar samið var milli ríkisstj. og A.S.Í. í júnímánuði s.l. Er talið eðlilegt, að Alþingi sjálft marki þá stefnu, sem fylgt verður til frambúðar í þeim efnum. Ríkisstj. hefur nú mál þessi til athugunar, og er gert ráð fyrir, að till. hennar liggi fyrir við 3. umr. málsins. Með hliðsjón af þessu, sem ég hef nú minnzt á, hefur fjvn. ekki enn þá tekið endanlega afstöðu til tekjuliða frv.

Það hefur verið venja undir afgreiðslu fjárlagafrv., að n. hefur átt viðtal við forstöðumann Efnahagsstofnunar ríkisins og ráðuneytisstjóra fjmrn., fengið hjá þeim yfirlit um afkomu ríkissjóðs á yfirstandandi ári, hvernig hinir einstöku tekjuliðir fjárl. hafa reynzt á fyrstu 10 mánuðum ársins og hvers sé að vænta, að þeir skili ríkissjóði við lok ársins. Þessar upplýsingar munu n. verða látnar í té nú í þessari viku eða áður en 3. umr. fjárlagafrv. hefst.

Af einstökum málum eða málaflokkum, sem n. hefur ekki enn afgreitt, er m.a. skipting á fjárveitingu og tillögur um byggingu nýrra skólahúsa, skólastjóraíbúða og skólabifreiða. Þá er einnig eftir að gera till, um fyrirhleðslur og breytingar eða viðbótartill. við 18. gr. frv., sem jafnan hefur beðið afgreiðslu til 3. umr. Samvn. samgm. mun skila till. um styrki til flóabáta og vöruflutninga á landi og gera grein fyrir till. sínum þar að lútandi. En auk þessa eru fleiri mál hjá n., sem hún hefur enn ekki tekið endanlega til afgreiðslu, og gera má ráð fyrir því, að ekki verði hjá því komizt að auka enn nokkuð útgjaldabálkinn umfram það, sem n. hefur þegar gert till. um og fyrir liggur á þskj. 148.

Á 3. gr. A í fjárlagafrv. eru ýmsar ríkisstofnanir, sem hafa sjálfstæðan fjárhag. Þar á meðal er Póstur og sími, Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. N. ræddi við forstöðumenn þessara stofnana og fékk hjá þeim margvíslegar upplýsingar. Leiddu þær til þess, að n. taldi rétt, að gerðar væru nokkrar breytingar á rekstraráætlunum þeirra, eins og fram kemur í brtt. n. Varðandi Póst og síma nema þær breytingar tekna og gjalda 15 millj. kr. hvort fyrir sig. Það hefur komið í ljós, að eftir því sem hin aukna sjálfvirkni landssímans eykst, aukast tekjurnar verulega. Sú hækkun, sem nú á sér stað frá því, sem er í fjárl. yfirstandandi árs, er um 21 millj. 900 þús. kr. Það hefur sýnt sig, að rekstrartekjur Pósts og síma eru þess megnugar að standa að fullu undir þeim kostnaðarsömu framkvæmdum, sem stofnunin hefur með höndum, en að því er stefnt að breyta öllu símakerfi í landinu á tiltölulega skömmum tíma í sjálfvirkt símakerfi.

Um Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins er það að segja, að fallizt var á að taka til greina nokkra hækkun á framleiðslukostnaðarliðum stofnunarinnar, eða um 1600 þús. kr., og skrifstofukostnaður var hækkaður um 875 þús. kr. Var n. á einu máli um að hækka tekjuáætlun stofnunarinnar um sömu upphæð, svo að segja má, að breytingar þær, sem lagt er til að gerðar verði á báðum þessum áætlunum, raski ekki niðurstöðutölum eða mismun tekna og gjalda frá því, sem nú er í fjárlagafrv.

Mun ég nú víkja nokkuð að einstökum brtt. n., og er þar fyrst 100 þús. kr. hækkun á öðrum kostnaði við sendiráðið í Washington, en það er vegna viðgerða á húsnæði sendiráðsins. — Launaliður sendiráðsins í Osló hækkar um 90 þús. Er það vegna veikindaforfalla eins starfsmanns. — Á 10. gr. er till. um tvo nýja liði: 500 þús., sem hugsað er sem byrjunarframlag vegna þátttöku Íslands í heimssýningu, sem haldin verður í Kanada 1967. Er heildarkostnaður af hálfu Íslands áætlaður um 2 millj. kr. og þá gert ráð fyrir, að Norðurlöndin hafi þar sameiginlegt sýningarsvæði. Verði hins vegar um það að ræða, að Ísland verði með sérstaka deild, verður kostnaður miklum mun meiri. — Loks er till. um 100 þús. kr. framlag vegna bráðabirgðaaðildar að GATT. Þessi upphæð hefur misritazt. Hún á að vera 108 þús., eins og fram kemur í nál., og verður það leiðrétt við 3. umr. Samtals eru því till. um 835 þús. kr. til hækkunar útgjalda á 10. gr.

Á 11. gr. er lagt til, að liðurinn til útgáfu hæstaréttardóma hækki um 45 þús., ljósprentun hæstaréttardóma um 100 þús. Og í sambandi við lögreglukostnað er lagt til, að liðurinn ýmis annar lögreglukostnaður hækki um 400 þús. kr., en það er vegna fjölgunar á lögregluþjónum í Kópavogi, og enn fremur nýr liður, 200 þús. kr., vegna þess að óhjákvæmilegt er talið að auka frá því, sem nú er, umferðarlögreglu á Kópavogshálsi vegna þeirrar miklu umferðar, sem þar er, ef það mætti verða til þess að fyrirbyggja slys og auðvelda umferð á þessari fjölförnu umferðaræð. — Liðurinn til byggingar fangahúsa hækkar um 125 þús., og er það vegna byggingar fangahúss á Patreksfirði, og til fangahjálparinnar hækkar um 40 þús. kr. Alls eru till. til hækkunar útgjalda á 11. gr. A um 910 þús. kr.

Frá síðustu fjárl. hafa átt sér stað miklar hækkanir á 12. gr. eða úr 102 millj. 319 þús. kr. í fjárl. yfirstandandi árs í 139 millj. 844 þús. í fjárlagafrv. fyrir árið 1965. Hér er um 37 millj. 524 þús. kr. hækkun að ræða. En til viðbótar eru svo brtt. fjvn., ef samþ. verða, 2 millj. 330 þús. kr., þannig að heildarhækkun 12. gr. hefur þá orðið um 40 millj. frá síðustu fjárl. Jafnhliða þessari hækkun á útgjaldaliðum heilbrigðismálanna samkv. 12. gr. hafa daggjaldatekjur ríkisspítalanna nú verið hækkaðar úr 300 kr. á dag í 400 kr. og heilsuhælanna úr 200 í 250 kr. á dag. Daggjaldahækkanir til ríkissjúkrahúsanna leiða svo aftur af sér stóraukin útgjöld á 17. gr., og mun ég koma að því síðar. Hinar nýju sjúkradeildir landsspítalans leiða það af sér, að starfsfólki hefur verið fjölgað mikið, sem hefur að sjálfsögðu í för með sér stóraukin útgjöld. Út af þessum málum átti n. ýtarlegar viðræður við Georg Lúðvíksson, forstöðumann ríkisspítalanna, og Sigurð Sigurðsson landlækni. Gáfu þeir n. margvíslegar upplýsingar um rekstrarafkomu ríkisspítalanna og annarra sjúkrahúsa, sem eru á vegum bæjar- og sveitarfélaga.

Brtt. n. um hækkun útgjalda á 12. gr. eru í fyrsta lagi til geðveikrahælisins á Kleppi, nýr liður, að upphæð 1 millj. kr. til húsgagna- og áhaldakaupa. Er það sama upphæð sem varið var í þessu skyni til hælisins í fjárl. yfirstandandi árs. Hafði fjvn., sem kynnti sér mál þessi sérstaklega á síðasta ári, talið nauðsynlegt, að samtals yrði varið til ákveðinna umbóta á Kleppsspítalanum samtals um 2 millj. kr. Er hér um síðari hluta þeirrar fjárveitingar að ræða. Með tilliti til 1 millj. kr. fjárveitingar í þessu skyni nú taldi n., að liðurinn annar kostnaður mætti lækka um 250 þús. kr. — Þá er lagt til, að byggingarstyrkur til St. Jósefsspítalans í Reykjavík hækki um 1 millj. kr., en það er 1/5 hluti þess, sem byggingarstyrkur til þess spítala hækkar frá því, sem áður var ákveðið. — Að þessu sinni er í fyrsta skipti tekinn upp sá háttur, að byggingarstyrk til sjúkrahúsa, sjúkraskýla og læknisbústaða er skipt milli staða, og tekinn inn í frv. 1/8 hluti af áætluðum byggingarstyrk til sjúkrahúsa og sjúkraskýla og 1/5 hluti til læknisbústaða. Er það í samræmi við hin nýju sjúkrahúsalög, sem samþykkt voru á síðasta Alþingi. Það var mikið nauðsynjamál að koma þessum fjármálum sjúkrahúsanna á traustan grundvöll. Í frv. er þessi liður hækkaður frá gildandi fjárl. um 12 millj. 757 þús. kr., og til viðbótar er brtt. frá n. um 300 þús. kr. til hækkunar. Er það vegna stækkunar á sjúkrahúsi, sem nú er í byggingu á Húsavík.

Styrkur til heilsuverndarstöðva í kaupstöðum gegn tvöföldu framlagi annars staðar frá er lagt til að hækki um 50 þús. kr. — Þá er lagt til, að styrkur samkv. ákvörðun landlæknis til sjúklinga, sem leita þurfa læknishjálpar erlendis, hækki um 200 þús. kr. Er þar m.a. haft í huga að styrkja sjúkling frá Ísafirði, sem nú verður öðru sinni að leita til lækninga erlendis við hjartasjúkdómi, sem reynast mun mjög kostnaðarsamt. — Þá er samkv. ósk landlæknis lagt til, að liðurinn til námskeiða fyrir embættislækna hækki um 30 þús. kr.

Samtals eru brtt. n. við 12. gr. um hækkun gjalda, sem nemur, eins og fyrr segir, 2 millj. 330 þús. kr.

Eftir tilkomu hinna nýju vegalaga hefur sú breyting orðið á 12. gr. A, að útgjöld til vegamála eru að mestu tekin út úr fjárlagafrv., en jafnframt vegasjóði afhentir tilteknir tekjustofnar, sem ríkissjóður hafði áður, þ.e. innflutningsgjald af benzíni og bifreiðaskattur. Þær 47 millj. kr., sem nú eru á þessari gr. fjárlagafrv. samkv. 89. gr. vegal., nr. 71 frá 1963, eru sama upphæð og ríkissjóðsframlagið verður raunverulega á yfirstandandi ári. N. er ekki með brtt. við þennan lið fjárlagafrv. En varðandi afgreiðslu hinnar nýju vegáætlunar, sem nýlega var lögð fram á Alþingi, mun n. taka hana til athugunar og afgreiðslu, þegar þing kemur saman eftir áramót.

Þær breytingar, sem n. leggur til að gerðar verði á 13. gr. A, eru, að hækkaður verði gjaldaliðurinn styrkur til að halda uppi byggð og gistingu handa ferðamönnum um 40 þús. kr. og inn komi nýir liðir: til Guðmundar Jónassonar vegna rekstrar snjóbifreiðar 25 þús. kr., er það jafnmikið og Guðmundi var veitt í þessu skyni í gildandi fjárl., og þá einnig, að veittur verði 30 þús. kr. styrkur til rekstrar snjóbifreiðar á Fljótsdalshéraði og til nýbýlavega 200 þús. kr. Verður þá hækkun útgjalda á 13. gr. A, ef till. n. verða samþykktar, samtals 295 þús. kr.

13. gr. B fjallar um samgöngur á sjó. Það er um verulega hækkun að ræða til greiðslu á rekstrarhalla Skipaútgerðar ríkisins, eða um 6 millj. kr. frá því, sem er í gildandi fjárl. N. átti tal við forstjóra Skipaútgerðarinnar, Guðjón Teitsson, og taldi hann, að rekstrarhallinn mundi reynast enn meiri eða samtals 28 millj. 695 þús. Samkv. rekstrarreikningi 1963 var tekjuhalli Skipaútgerðar ríkisins án fyrningar alls 20 millj. 317 þús. Gert er ráð fyrir, að kostnaður við endurbætur, sem fram þurfa að fara á næsta ári á m/s Heklu, muni kosta eitthvað yfir 5 millj. kr. Viðgerðarkostnaður m/s Esju, sem farið hefur fram á þessu ári, mun reynast nokkuð yfir 9 millj. kr., eftir því sem forstjórinn tjáði n. Þá taldi Guðjón Teitsson, að taka þyrfti til athugunar að skipta um skip útgerðarinnar, sérstaklega í stað Herðubreiðar og Skjaldbreiðar. Er rekstur þessara skipa mjög óhagstæður. Rekstur Skipaútgerðar ríkisins hefur að undanförnum verið til athugunar. Vonandi er, að niðurstöður þeirra athugana liggi sem fyrst fyrir og þá verði tekin ákvörðun um framtíðarskipan þeirra mála. Eins og nú er komið, situr útgerðin uppi með skipastól, sem verður með hverju árinu sem líður kostnaðarsamari í rekstri vegna síaukins viðhalds, sem leiðir eðlilega af aldri skipanna. Fjvn. gerir ekki till. um breytingu á liðnum til Skipaútgerðar ríkisins.

Samvinnunefnd samgöngumála mun gera till. um skiptingu á fé til flóabáta og vöruflutninga, og er við því að búast, að ekki verði hjá því komizt að hækka hann nokkuð frá því, sem nú er í frv., en gjaldaliður þar er óbreyttur frá því, sem er í gildandi fjárl.

13. gr. C fjallar um vita- og hafnarmál. Þar er lagt til, að laun vitavarða hækki um 240 þús. kr., rekstrarkostnaður vitaskipsins hækki um 600 þús., og í lið V er lagt til að fella niður úr textanum „og viðhald sæluhúsa“. Vitamálastjóri upplýsti n. um, að þessi fjárveiting hefði jafnan gengið til viðhalds sjómerkja og til að setja ný sjómerki. Til hafnarmannvirkja og lendingarbóta hækkar um 1 millj. 950 þús. Fjvn. fékk vita- og hafnarmálastjóra tvisvar til viðræðna. Gerði hann n. grein fyrir viðskiptum hafnanna við ríkissjóð, framkvæmdum á yfirstandandi ári og fyrirhuguðum hafnarframkvæmdum á næsta ári. Samkv. upplýsingum vitamálastjóra er staða hafnanna þannig gagnvart ríkissjóði nú í árslok 1964, að ríkissjóður á vangreitt að sínum hluta til hafnanna 22 millj. 628 þús. kr. Þar má þó draga frá 5 millj.

953 þús., sem er ýmist geymt fé eða fyrir fram greitt, þannig að í lok yfirstandandi árs á ríkissjóður raunverulega ógreitt framlag, sem nemur 16 millj. 625 þús. kr. Í fjárlagafrv. eru hins vegar 8 millj. ætlaðar til greiðslu á eftirstöðvum af lögboðnum hluta ríkissjóðsframlags til hafnarframkvæmda. Þar við bætist framlag til hafnarbótasjóðs, 4 millj. kr., sem ætlazt er til m.a., að gegni sama hlutverki, og loks framlag til hafnamannvirkja og lendingarbóta að upphæð 17 millj. 550 þús. kr., að viðbættum brtt. n., eins og ég áðan gat um, sem eru að upphæð 1 millj. 950 þús. kr. Samtals eru þetta 31 millj. 500 þús. á móti 16 millj. 675 þús. vangreiddra ríkissjóðsframlaga. Ég ætla, að hlutur ríkissjóðs um lögboðið framlag til hafnarframkvæmda hafi ekki um langan tíma staðið jafnvel og nú.

Þetta má að sjálfsögðu m.a. þakka þeirri ákvörðun ríkisstj. að verja 15 millj. kr. af tekjuafgangi ársins 1962 til þess að greiða niður þann skuldahala, sem þá var fyrir hendi um lögboðið framlag til hafnarframkvæmda. Á yfirstandandi ári munu hafnarframkvæmdir hafa numið 81 millj. 450 þús. kr. og þá ríkissjóðshluti af því 32 millj. 563 þús. Á óskalista, sem hafnarmálastjóri lagði fram fyrir fjvn., er tillaga um að tvöfalda þessa upphæð til hafnarframkvæmda á næsta ári, og eru þá ekki teknar með framkvæmdir til landshafna og Þorlákshafnar, en þær einar út af fyrir sig eru áætlaðar um 46 millj. kr. Af þessu má sjá, áð mikil verkefni eru fram undan í hafnarmálum og þrátt fyrir það, þó að nægilegt fjármagn væri fyrir hendi, hljóta þessar framkvæmdir að takmarkast af þeim möguleikum, sem fyrir hendi eru í landinu á hverjum tíma með vinnuafl og annað, sem ekki má skerða, svo að leiði af sér samdrátt í framleiðslugreinum, en það er undirstaða þess, að þjóðin fái risið undir þessum fjárfreku framkvæmdum, jafnt á þessu sviði sem öðrum sviðum þjóðfélagsins.

Aðrar brtt. n., sem eru til hækkunar gjalda á 13. gr. C, eru þrír nýir liðir: í fyrsta lági 100 þús. kr. vegna þátttöku í ráðstefnu alþjóðasamtaka hafnarverkfræðinga, til endurbóta og viðgerða á dýpkunarskipinu Gretti 1 millj. 500 þús. og til ferjubryggna 515 þús. kr., en sá liður hafði fallið niður úr frv. að þessu sinni, og er skipting á því fé í brtt. n. á þskj. 148. Samtals eru till. n. um hækkun til útgjalda á þessari gr. 4 millj. 905 þús. kr.

Um 13. gr. D leggur n. til að breyt. verði gerðar á nokkrum liðum. Lagt er til vegna aukinnar umferðar í innanlandsflugi, að eftirtaldir liðir við flugmálastjórn hækki: Í Reykjavík: aukavinna hækki um 60 þús. kr., á Akureyri: annar kostnaður 105 þús. kr., til Egilsstaða: annar kostnaður 50 þús. kr. og til Ísafjarðar: annar kostnaður 50 þús. kr. Samtals hækkar 13. gr. D, ef till. n. verða samþ., um 265 þús. kr.

13. gr. E fjallar um veðurþjónustu. Þar leggur n. til, að launaliður Veðurstofunnar á Keflavíkurflugvelli hækki um 27 þús. kr. vegna tilfærslu starfsmanns milli launaflokka. Þá er einnig lagt til, að liðurinn aukavinna og vaktaálag hjá sömu deild hækki um 20 þús. kr. –Í sambandi við veðurfræðideild er lagt til, að liðurinn þóknun til veðurathugunarmanna hækki um 100 þús. kr. Og annar kostnaður einnig um 100 þús. — Við áhaldadeild er lagt til, að liðurinn til veðurathugana á hálendi Íslands hækki um 370 þús. kr. En samtals hækkar 13. gr. E, ef brtt. n. verða samþ., um 617 þús. kr.

Á 13. gr. í eru ýmis mál. Þar eru brtt. n. um að hækka eftirtalda gjaldaliði: Það er hækkun á rekstrarhalla Ferðaskrifstofunnar, sem nemur 300 þús. kr. Er það vegna breyttrar áætlunar um tekjur stofnunarinnar. Skipaskoðun ríkisins, þar er þóknun skipaskoðunarmanna, sem ekki eru á föstum launum úr ríkissjóði, hækkuð um 50 þús. kr. Liðurinn kostnaður við útreikninga á stöðugleika nokkurra íslenzkra fiskiskipa er lagt til að hækki um 60 þús. kr. Stýrimannaskólinn, til námskeiða utan Reykjavíkur er lagt til að hækki um 150 þús. kr., en annar kostnaður lækkar um sömu upphæð. Hér er um leiðréttingu að ræða, sem skólastjórinn vakti athygli á að nauðsynlegt væri að gera. Til sjómælinga og kortagerðar er lagt til að komi nýr liður: til kaupa á tæki til sjámælinga og kortagerðar. Sú upphæð er 200 þús. kr. Til gisti- og veitingastaðaeftirlits samkv. l. nr. 53 frá 1963 er lagt til, að launaliðir hækki um 40 þús. kr., en annar kostnaður lækki um 20 þús., þannig að fjárveiting til gisti- og veftingastaðaeftirlits hækkar raunverulega um 20 þús. kr. Samtals hækka gjaldaliðir 13. gr. F. ef till. fjvn. verða samþ., um 630 þús. kr.

14. gr. A er sú grein fjárlagafrv., sem n. gerir till. um langmesta hækkun á frá því, sem nú er í frv. Aðalhækkanirnar, sem hér eiga sér stað, eru, eins og í nál. segir, vegna leiðréttinga, sem talið er nauðsynlegt að gerðar séu, svo að haldið verði í horfinu með þá reglu, sem mörkuð hefur verið, en það er, að ríkið greiðir sinn þátt í byggingarkostnaði skóla og skólastjóraíbúða á 5 ára tímabili. Það er hvort tveggja, að þetta hefur raskazt nokkuð, vegna þess að skólahúsin hafa stundum verið stækkuð og teikningum breytt, meðan bygging hefur staðið yfir, en hins vegar vegna þess, að byggingarkostnaður hefur hækkað verulega á tímabilinu, og þátttaka ríkissjóðs, sem í upphafi var miðuð við þann kostnað, sem þá var þekktur, hefur ekki verið leiðrétt, jafnóðum og hækkanir hafa átt sér stað. Það var einróma álit n., að óhjákvæmilegt væri að horfast í augu við þessar staðreyndir og að leiðrétta þæri þann mismun, sem fyrir hendi væri í þessum efnum. Ég sé ekki ástæðu til að fara út í einstaka liði, sem hér um ræðir, en mun aðeins gera grein fyrir heildarbreytingum á gr., eins og þær koma fram í till. nefndarinnar.

Þar kemur fyrst háskólinn. Lagt er til, að launaliður hækki um 299 520 kr. Er það vegna tannlæknadeildar. Og til tannlæknastofu hækkar einnig um 540 þús. kr., aðallega vegna fjölgunar í deildinni. Launaliður við fræðslumálastjóraembættið hækkar um 23 790 kr. Til menntaskólans á Akureyri er lagt til að liðurinn viðhald húsa og áhalda hækki um 150 þús. kr. Vegna kennaraskólans er nýr liður, húsnæði utan skólans 300 þús. kr., en það er vegna íþróttaiðkana nemenda skólans. Til tækniskólans er lagt til, að liðurinn rekstrarkostnaður undirbúningsdeildar í Reykjavík frá 15. sept. til 31. des. 1964 verði hækkaður um 540 þús. kr. Þá er till. um framlag til iðnskóla, að það hækki um 489 þús. kr. Og framlög til byggingar barnaskóla og skólastjóraíbúða í smíðum hækka um 11 411 746 kr., og vísast þar til þess, sem ég hef áður sagt. En till. um framlög til nýrra skólahúsa og skólastjóraíbúða munu bíða afgreiðslu til 3. umr. Þá leggur n. til, að framlög til byggingar gagnfræða- og héraðsskólahúsa í smíðum hækki um 3 751 033 kr. En till. um ný skólahús í þeim flokki munu einnig bíða til 3. umr. Til alþýðuskólans á Eiðum er lagt til, að liðurinn til viðhalds hækki um 394 þús. kr., og inn kemur nýr liður, heimtaugagjald 69 þús. kr. Lagt er til, að rekstrarkostnaður héraðsskóla hækki um 790 þús., og kostnaður við miðskólann á Brúarlandi hækkar um 100 þús. kr. Hluti ríkissjóðs vegna endurbóta á búningsklefum og sundlaug í Varmahlíð í Skagafirði er 345 þús. kr., og er lagt til, að sá liður verði tekinn inn. Til unglingafræðslu eftir till. fræðslumálastjóra er lagt til að hækka um 150 þús. kr. — Vegna íþróttaskóla ríkisins til námskeiða fyrir íþróttakennara er lagt til að hækka um 30 þús., og liðurinn lagning íþróttavalla hækkar um 100 þús. kr., og verður þá sá liður samtals 500 þús. kr., en það er nauðsynlegt vegna þess, að fyrirhugað er að halda á næsta sumri landsmót ungmennafélaganna að Laugarvatni. — Þá er lagt til, að liðurinn laun til Lárusar Rist sundkennara 20 970 kr. falli niður, en hann lézt á árinu. — Til styrktar erlendum námsmönnum í íslenzkum skólum samkv. ákvörðun menntmrn. er lagt til að hækki um 31 500 kr. Samtals hækkar 14. gr. A, ef till n. verða samþ., um 19 433 583 kr.

1.4. gr. B fjallar um framlög til opinberra safna, bókaútgáfu og listastarfsemi. Eins og jafnan áður lágu fyrir n. mörg erindi um fjárveitingar á þessari gr. Mun ég víkja að brtt. n. hér um. Landsbókasafnið, lagt er til, að launaliður lækki um 126 960 kr., við þjóðskjalasafnið, að launaliður hækki um sömu upphæð. Er hér um leiðréttingu að ræða á milli stofnananna. Þá er lagt til, að tekinn verði upp nýr liður um landsbókasafnshúsið til endurbóta á húsnæði 536 þús. kr., og til kaupa á skjalaskápum og tækjum til viðgerðar á handritum hækkar um 200 þús. kr. — Launaliður við þjóðminjasafnið hækkar um 20 460 kr., og enn fremur til rannsókna og ferðalaga er till. um lækkun, 10 þús. kr. — Fræðslumyndasafnið, þar er lagt til, að liðurinn til kaupa, endurgerðar og framleiðslu á íslenzkum kvikmyndum og kyrrmyndum hækki um 50 þús. kr. –Framlag til bæjar- og héraðsbókasafna hækkar um 200 þús. Til Fornleifafélagsins hækkar um 15 þús. kr. Til Hins íslenzka náttúrufræðifélags hækkar um 10 þús. kr. Til málnefndar til nýyrðasöfnunar og leiðbeininga, er miða að málvernd, hækkar um 25 þús. kr. Til orðabókar háskólans hækkar launaliður um 130 þús. Frádráttur um framlag frá sáttmálasjóði er lagt til að falli niður, þar sem talið er vonlaust, að sjóðurinn geti staðið undir umræddu framlagi. Er þessi leiðrétting gerð eftir eindregnum óskum háskólarektors. Þá kemur nýr liður: til náttúrugripasafns í Vestmannaeyjum 50 þús. kr. Til útgáfu á Ættum Austfirðinga hækkar um 30 þús. Til Halldóru Bjarnadóttur til útgáfustarfsemi hækkar um 25 þús. kr. Lagt er til, að liðurinn til manntalsins frá 1890 30 þús. kr. falli niður. Til útgáfu handbókar fyrir kennara tornæmra barna er nýr liður að upphæð 40 þús. kr. Til Íslenzka stærðfræðifélagsins hækkar um 10 þús. Til skálda, rithófunda og listamanna er lagt til að við bætist málsgrein, svo hljóðandi: „Að öðru leyti skal 7 manna úthlutunarnefnd, er Alþingi kýs hlutbundinni kosningu, annast skiptingu fjárveitingarinnar.“ Þetta er gert til þess, að ekki sé þörf á því að flytja, eins og jafnan hefur verið gert áður, sérstaka þáltill. um þetta efni. Til ritsins Icelandic Review er till, um hækkun að upphæð 30 þús. kr. Til að semja og gefa út æviskrár Vestur-Íslendinga hækkar um 50 þús. Til tónlistarskóla samkv. lögum hækkar um 200 þús. kr. Þá leggur n. til, að tekinn verði upp nýr liður: til tónlistarskóla til kaupa hljómplötum o. fl. 50 þús. kr. Til Sambands íslenzkra karlakóra hækkar um 35 þús. kr. Til Kirkjukórasambands hækkar um 40 þús. Og til Bandalags íslenzkra leikfélaga hækkar um 50 þús. Til Sambands íslenzkra lúðrasveita hækkar um 30 þús., og til Vilhjálms Ögmundssonar á Narfeyri til stærðfræðiiðkana hækkar um 20 þús. kr. Þá er till. um hækkun til minningarlunda og skrúðgarða undir eftirliti og samkv. ráðstöfun skógræktarstjóra um 40 þús. Og til sýningar og vörzlu listagjafar Ásgríms Jónssonar er till. um hækkun, sem nemur 15 þús. kr. — Þá leggur n. til, að eftirtaldir nýir liðir verði samþ.: Tímaritið Eimreiðin í tilefni af 70 ára afmæli 25 þús. Til dr. Sigurðar Jónssonar til rannsókna á sjávargróðri við strendur landsins 50 þús. Til minnisvarða Ara fróða að Staðarstað 15 þús. kr. Til útgáfu æviskráa Borgfirðinga 30 þús. kr. Til kaupa á Linguaphone-námskeiðum Björns Björnssonar 50 þús. kr. Til Hauks Guðlaugssonar til starfa að tónlistarmálum 12 þús. Til umbóta að Reykhólum á Barðaströnd 25 þús. Til Félags íslenzkra myndlistarmanna, styrkur til sýningar í Þrándheimi 50 þús. kr. Til endurbóta á húsi Bjarna riddara Sívertsens í Hafnarfirði 100 þús. kr. Til að tryggja íslenzkum námsmönnum 2 herbergi í nýjum alþjóðastúdentagarði í París 105 þús. kr. Og til að varðveita gamla smiðju í Nýhöfn á Melrakkasléttu 50 þús. kr. Samtals eru till. n. um hækkun á gjaldaliðum við 14. gr. B, ef samþykktar verða, 2 393 460 kr.

15. gr. fjallar um fjárveitingar til kirkjumála. N. átti viðræður við biskup um málefni kirkjunnar. Enn fremur komu fulltrúar kirkjumrn, á fund n. og ræddu sérstaklega um brýna þörf fyrir auknar fjárveitingar til nýbyggingar prestssetra og enn fremur til greiðslu á nauðsynlegum viðhaldskostnaði eldri prestsseturshúsa. Lagði biskup sérstaka áherzlu á það við n., að auka þyrfti fjárveitingar í þessu skyni. Brtt. n. við þessa gr. eru, að hækkuð verði risna við biskupsembættið um 10 þús. kr. Skrifstofukostnaður hækkar um 15 þús. Liðurinn til endurbóta á gömlum íbúðarhúsum á prestssetrum hækkar um 1 1/2 millj., og húsaleigustyrkur presta hækkar um 180 þús. kr. Kostnaður við kirkjuráð hækkar um 15 þús. Til greiðslu álaga vegna afhendingar kirkna til safnaða hækkar um 200 þús. Til styrktar málgagni kirkjunnar hækkar um 4500 kr. Til kristilegrar æskulýðsstarfsemi hækkar um 80 þús. Eftirlitsmaður með prestssetrum, laun hækka um 19 080 kr., sem er leiðrétting. Annar kostnaður við sama hækkar um 45 þús. Umsjónarmaður með kirkjugörðum, þar hækkar annar kostnaður einnig um 45 þús. kr. Til sjúkrahúsaprests hækkar um 12 þús. Til æskulýðssamtaka þjóðkirkjunnar í Hólastifti vegna framkvæmda við sumarbúðir við Vestmannsvatn í Aðaldal hækkar um 50 þús. Og til Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar á Suðurlandi vegna framkvæmda við sumarbúðir í Skálholti hækkar einnig um 50 þús. Alls eru till. n. um hækkun gjalda á 15. gr. 2 235 580 kr.

16. gr. fjárlaganna fjallar um framlög til atvinnuveganna. Hefst hún á fjárveitingu til landbúnaðar. Í því sambandi ræddi n. við búnaðarmálastjóra, forstöðumann Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og landnámsstjóra, Pálma Einarsson. Varðandi rekstur Búnaðarfélagsins var lögð á það megináherzla, að hækka þyrfti framlagið til þess, m.a. vegna aukins húsaleigukostnaðar, aukins ræstingarkostnaðar og launa til handa nýjum mjólkurfræðingi, sem starfar nú á vegum félagsins, einnig vegna aukins aksturskostnaðar, launaskatts og fleiri rekstrarliða. Þá hefur verið ráðinn nýr starfsmaður á vegum búreikningaskrifstofunnar, en hann ferðast á milli bænda til þess að koma þættu skipulagi á búreikningahald þeirra. N. samþ. að leggja til, að framlag til Búnaðarfélags Íslands hækki um 215 þús. kr. Til búreikningaskrifstofu á vegum Búnaðarfélags Íslands er till. til hækkunar um 130 þús. kr. Og ferðakostnaður, húsaleiga o. fl. hækki um 110 þús. kr. Gjöld vegna l. um jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir í sveitum, liðurinn kostnaður við athuganir og mælingar samkv. 5. gr. l., er lagt til að hækki um 40 þús. Til jarðræktartilrauna, d-liður, stofnkostnaður, lagt er til, að liðurinn hækki um 150 þús. — Eins og ég hef áður getið um, er frestað til 3. umr. að gera till. um skiptingu á fjárveitingu til fyrirhleðslna. En á þskj. 148 eru till. n. um skiptingu á fé til sjóvarnargarða. — Út af rekstri sandgræðslustöðvanna mætti hjá n. forstöðumaður sandgræðslunnar, Páll Sveinsson. Gerði hann n. grein fyrir framkvæmdum sandgræðslunnar og rekstri búsins í Gunnarsholti. Nefndin leggur til, að framlag til sandgræðslustöðva hækki um 200 þús. Þá er enn fremur lagt til, að teknir verði inn 2 nýir liðir: til húsbygginga vegna bruna í Gunnarsholti 200 þús. og til fræ- og fóðurtilrauna í Gunnarsholti 400 þús. kr. — Varðandi veiðimálaskrifstofuna og rekstur fiskiræktarstöðvarinnar í Kollafirði ræddi nefndin við Þór Guðjónsson veiðimálastjóra. N. fór einnig og skoðaði fiskiræktarstöðina í Kollafirði og ræddi við stjórn hennar. N. leggur til, að framlag til útgáfukostnaðar veiðimálaskrifstofunnar hækki um 15 þús. kr., annar kostnaður hækki um 30 þús. og að liðurinn 27 skiptist þannig: a. kostnaður við veiðimálanefnd og veiðieftirlit verði 170 þús. kr., og nýr liður: styrkir til fiskiræktar samkv: l. nr. 112 1941, verði 350 þús. Á þessum lið eru í frv. 300 þús. kr., svo að hækkun verður 220 þús. — Bændaskólinn á Hólum, til hans hefur á undanförnum árum verið varið allmiklu fé til viðhalds og endurbóta á skólahúsinu. Í frv. er þessi liður nú 500 þús. kr. N. leggur til, að þessi liður verði enn hækkaður um 600 þús. og að nýr liður verði tekinn upp: til borunar eftir heitu vatni 150 þús. kr. –Garðyrkjuskólinn á Reykjum, annar kostnaður hækkar um 20 þús. kr. — Til húsmæðraskóla í sveitum er lagt til, að rekstrarkostnaður skólanna verði hækkaður um 1 601 275 kr. og framlag til byggingar húsmæðraskóla í sveitum hækki um 2 807 900 kr. — Til Kvenfélagasambands Íslands er till. um 60 þús. kr. hækkun. Þá eru till. um tvo nýja liði: til Hússtjórnarkennarafélags Íslands vegna þinghalds sumarið 1965 40 þús. óg til gróðurverndar í Búðahrauni 10 þús.

16. gr. B fjallar um sjávarútvegsmál. Í því sambandi ræddi n. við Davíð Ólafsson fiskimálastjóra og Þórð Þorbjarnarson forstöðumann rannsóknastofnunar Fiskifélags Íslands, Samþykkti n. að leggja til að hækka styrk til námskeiða í meðferð á fiskleitartækjum um 25 þús. kr. og upp verði tekinn nýr liður: til kaupa á tæki fyrir rannsóknastofur Fiskifélagsins 600 þús. kr. Einnig var samþ. samkvæmt ósk Landssambands ísl. útvegsmanna að taka inn nýjan lið: til starfsfræðsludags sjávarútvegsins 50 þús. kr. En samtals hækkar 16. gr. B eftir till. n. um 675 þús. kr.

Við 15. gr. C leggur n. til, að upp verði tekinn nýr liður: til kaupa á hávaðamæli 60 þús. kr.

16. gr. E fjallar um rannsóknir í þágu atvinnuveganna. Nefndin ræddi við forstöðumenn hinna ýmsu deilda stofnunarinnar og fékk hjá þeim margvíslegar upplýsingar varðandi reksturinn. Leggur n. til, að eftirfarandi breytingar verði samþ. til hækkunar á gjaldalið 16. gr. E: Til atvinnudeildar háskólans, byggingadeildin, þar er lagt til, að launaliður hækki um 147 600 kr. Fiskideildin, launaliðurinn hækki um 117 360 kr. Búnaðardeildin, þar komi nýr liður: til rannsókna á lifnaðarháttum gæsa 30 þús. — Við löggildingarstofu hækkar annar kostnaður um 300 þús. Og til leiðbeininga um starfsfræðslu utan Reykjavíkur er lagt til, að liðurinn hækki um 20 þús. kr. Samtals eru till. fjvn. til hækkunar á 16. gr. E 614 960 kr.

Á 17. gr. eru fjárveitingar til félagsmála. Fyrir n. lágu mörg erindi um þau efni, sem tilheyra fjárveitingum á þeirri grein. Varðandi fjárveitingar á aðalgjaldaliðum greinarinnar átti n. viðtöl við forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins, Sverri Þorbjarnarson. Veitti hann n. ýmsar upplýsingar. Tjáði hann nefndinni m.a. , að framlög til trygginganna í fjárlagafrv. væru í samræmi við till. stofnunarinnar og þyrfti hann ekki að óska þar neinna breytinga. Þær brtt., sem n. flytur við þessa gr., eru við sveitarstjórnarmál. Þar er lagt til, að c-liður, mælingakostnaður, helmingsþátttaka ríkissjóðs, hækki um 100 þús. kr., enn fremur d-liður, kostnaður við loftmyndatöku og útteiknun korta, helmingsþátttaka ríkissjóðs, hækkar um 450 þús., eða samtals 550 þús. kr. Lagt er til, að tekjur skipulagsins hækki um sömu upphæð.

Þá er lagt til, að inn komi eftirtaldir nýir liðir á 17. gr.: Til vatnsöflunar í Leirár- og Melasveit 50 þús. Til vatnsöflunar fyrir Grímsey 100 þús. Til vatnsöflunar fyrir býlin Furubrekku og Foss 30 þús. Til vatnsöflunar í Vestmannaeyjum 1 millj. kr. — Lagt er til, að styrkur til Iðnnemasambandsins hækki um 20 þús. Til dagheimila eru till. um hækkun samtals áð upphæð 225 þús. kr. Til Blindravinafélagsins er till. um 40 þús. kr. hækkun vegna útgáfu bóka með blindraletri. Þá er lagt til að veita Bandalagi íslenzkra farfugla styrk að upphæð 75 þús. kr., en það er vegna kaupa á húsnæði fyrir starfsemi bandalagsins. Til Félagsmálastofnunarinnar er lagt til, að liðurinn hækki um 25 þús. kr. Þá er hækkun til Ungmennafélags Íslands 50 þús. kr. og enn fremur til Ungmennafélags Íslands til skógræktar í Þrastaskógi, að liðurinn hækki um 15 þús. kr. — Þá leggur n. til, að inn verði teknir eftirfarandi nýir liðir á 17. gr.: Til Svifflugfélags Íslands 75 þús. kr. Til sjúkraflugs í Árneshreppi á Ströndum 25 þús. kr. Til Fuglaverndunarfélags Íslands 25 þús. kr. Til sjómannaheimilis á Norðfirði 25 þús. kr. Til æskulýðsnefndar Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 25 þús. kr. Til hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði vegna fiskasýningar 100 þús. kr. Og til Bandalags íslenzkra skáta til kaupa á húsnæði 100 þús. kr. Samtals eru till. n. til hækkunar á 17. gr. 3 millj. 515 þús. kr.

Við 18. gr. bíða brtt. n. til 3. umr., eins og ég áður hef sagt og venja er.

Um 19. gr. hef ég þegar nokkuð rætt. Við þessa umr. gerir n. ekki till. til breytinga. Það fer svo að sjálfsögðu eftir því, hvaða stefna verður mörkuð um áframhald niðurgreiðslna á vöruverði innanlands eftir áramótin, hvort eða að hve miklu leyti nauðsynlegt verður talið að gera breytingar á þeirri grein, en þá sérstaklega þann útgjaldalið greinarinnar, sem veitir fé í þessu skyni.

Um 20. gr. er það að segja, að eins og frv. liggur nú fyrir, eru hækkanir á þeirri gr. 42 —

799 567 kr. eða rúmlega 26% hækkun frá gildandi fjárl. N. leggur samt sem áður til, að samþykktar verði brtt., sem feli í sér hækkun um 1825 þús. kr. Eru það eftirtaldar brtt.: Lagt er til, að liðurinn til bygginga á prestssetrum hækki um 1 millj. Vísa ég í því sambandi til þess, sem ég hef áður sagt. En einnig vil ég taka það fram, að í sambandi við þessa hækkun hafði nefndin m.a. í huga byggingu íbúðarhúss á prestssetrinu í Vatnsfirði og byggingu prestsseturshúss í Grundarfirði. Liðurinn til byggingar dýralæknisbústaða er lagt til að hækki um 500 þús. Og ennfremur er lagt til, að inn komi tveir nýir liðir: til byggingar útihúss í Ólafsdal 200 þús. kr. og til kaupa á íbúð fyrir starfsfólk á Litla-Hrauni 125 þús. kr. Er það fyrri greiðsla. Alls kostar húsnæði þetta 250 þús. kr. Svo sem ég áður sagði, eru brtt. n. til hækkunar útgjalda á 20. gr. samtals 1825 þús. kr.

Verði till. n. á þskj. 148 samþ., leiðir það af af sér, að rekstrarafgangur samkv. 21. gr. lækkar úr 207 121 165 kr. í 167 582 407 kr. Og á sjóðsyfirliti verður 38 233 427 kr. greiðsluhalli í stað tekjuafgangs 10 305 331 kr.

Að lokum vil ég visa til þess, er hæstv. fjmrh. sagði í framsöguræðu sinni fyrir fjárlagafrv. við 1. umr. þess á Alþingi, en það var, að leggja beri áherzlu á, að fjárlög fyrir 1965 verði endanlega afgreidd hallalaus, enda væri háskalegt fyrir þjóðina, ef , ríkissjóður væri rekinn með halla, eins og nú horfir í efnahagsmálum.

Herra forseti. Ég legg til, að þessar till. fjvn., sem ég hef nú lokið við að lýsa, verði samþ. og frv. síðan vísað að lokinni 2. umr. til 3. umr.