21.12.1964
Sameinað þing: 21. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 615 í B-deild Alþingistíðinda. (390)

1. mál, fjárlög 1965

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Það er auðvitað, að ríkisstj. mun afla sér lánsheimildar, þegar þingið kemur aftur saman, vegna þeirra vegaframkvæmda, sem hugsað verður að byggja fyrir lánsfé. Í till. til vegáætlunar, sem fyrir liggur, er gert ráð fyrir, að það þurfi lán til þriggja vega. Það er til Reykjanesbrautar, Strákavegar og Múlavegar. Ef það verður niðurstaðan við afgreiðslu vegáætlunarinnar að taka fleiri vegi inn, t.d. á Vestfjörðum og jafnvel Austfjörðum eða víðar, þá verður vitanlega að afla lánsheimildar, og lánsheimildin miðast þá við það, hvað ákvarðað verður við afgreiðslu vegáætlunarinnar um byggingu vega fyrir lánsfé á næstu árum.