21.12.1964
Sameinað þing: 21. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 636 í B-deild Alþingistíðinda. (404)

1. mál, fjárlög 1965

Sigurvin Einarsson:

Herra forseti. Hv. 11. landsk. þm. (MB) hefur lýst því hér yfir, að tveir hæstv. ráðh., samgmrh. og fjmrh., hafi gefið stuðningsmönnum sínum úr Vestfjarðakjördæmi fyrirheit um, að til Vestfjarða verði veitt lánsfé á þessu ári við afgreiðslu vegáætlunar. Við, sem flytjum þessa till. og gerðum það á síðustu stundu, eftir að við vorum orðnir vonlausir um yfirlýsingu af hálfu hæstv. ráðh., sem fullnægði okkur, teljum þetta mikilsverða yfirlýsingu frá hv. 11. landsk. þm. og teljum þar með tryggt, að lánsfé komi til vega á Vestfjörðum á þessu ári, svo framarlega sem hæstv. ráðh. mótmæla ekki þessum skilningi, og eru þeir báðir hér viðstaddir. Verði þessum skilningi mínum ekki mótmælt hér af ráðh., munum við taka till. þessa til baka.