02.02.1965
Neðri deild: 36. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 638 í B-deild Alþingistíðinda. (408)

113. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1965

Forsrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Þetta frv. er flutt venju samkvæmt og er nauðsynlegt, eins og þinghaldi er háttað nú og hefur verið háttað í mörg ár. Ég vonast til þess, að málið sæti engum ágreiningi og fái greiðan framgang. Ég sé ekki ástæðu til þess, að það fari til n. Hér er um að ræða hreint formlegt atriði, sem allir hljóta að vera sammála um, legg til, að það verði afgreitt til 2. umr.