10.11.1964
Efri deild: 13. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 648 í B-deild Alþingistíðinda. (459)

52. mál, meðferð einkamála í héraði

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Þetta litla frv. er fylgifrv. þess máls, sem við ræddum um áðan, frv. til l. um hreppstjóra, og leiðir beint af því, en efni þess er ákvæði um þóknun til stefnuvotta. Ef hitt frv. verður að l., er talið, að það ákvæði ætti bezt heima í l. um meðferð einkamála í héraði, enda hreppstjórar ekki, eins og segir í grg., stefnuvottar af sjálfu sér.

Í 2. gr. þessa frv. eða gildistökuákvæðinu er sagt, að jafnframt sé úr gildi numin 5. gr. 1. nr. 85 11. júní 1938, um laun hreppstjóra og aukatekjur. Ég veit ekki, hvort þetta mundi eiga við í þessu frv., og kemur til athugunar hjá n., en það er kannske ekki fyrr en á síðara stigi málsins. Ef hitt frv. gengur á undan, og þegar það hefur verið samþ., þá er búið að nema l. í heild úr gildi. Þetta verður bara að athugast sem formshlið undir meðferð málsins.

Ég legg svo til, að þessu frv. verði eins og hinu að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og til hv. allshn.