08.04.1965
Neðri deild: 65. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 770 í B-deild Alþingistíðinda. (614)

116. mál, almannatryggingar

Frsm. (Birgir Finnsson):

Herra forseti. Heilbr. og félmn. hefur rætt þetta frv. á tveim fundum og mælir með því, að það verði samþykkt. Frv. hefur inni að halda ákvæði um það, að breyt. á bótagreiðslum almannatrygginga til hækkunar geti eftirleiðis orðið til samræmis við hækkun á grunnkaupstaxta verkamanna við almenna fiskvinnu, í stað þess að áður hefur þurft lagabreytinga við hverju sinni, til þess að slíkar hækkanir gætu átt sér stað. Í bráðabirgðaákvæði er ráðh. heimilað, að fengnum till. tryggingaráðs, að ákveða, að greidd skuli 5% uppbót á elli- og örorkulifeyri á tímabilinu frá 1. júli 1964 til gildistöku laganna. — Eins og ég áðan sagði, mælir heilbr.- og félmn. með því, að frv. verði samþykkt.