08.04.1965
Neðri deild: 65. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 852 í B-deild Alþingistíðinda. (711)

102. mál, jarðræktarlög

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Það, sem ég sagði áðan, var það, að þeir, sem hefðu tún undir 25 ha., ættu að fá 50% í styrk, og ég held, að ég megi segja, að undanfarið hafi þetta náðst að mestu leyti, það hafi verið allt að 50%, sem hefur tekizt að láta þessa menn hafa. Það er vitanlega sjálfsagt að leiðrétta það, ef það er ekki, en ég hef skilið landnámsstjóra svo, að þetta hafi í aðalatriðum tekizt.