18.03.1965
Efri deild: 56. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 886 í B-deild Alþingistíðinda. (779)

51. mál, hreppstjórar

Ólafur Jóhannsson:

Herra forseti. Ég hef skrifað undir nál. um hreppstjóra með fyrirvara og vildi aðeins gera grein fyrir því, af hvaða ástæðum það er. Raunar kom það nokkuð fram við 1. umr. þessa máls, og ég gæti alveg eins skírskotað til þess. En í þessu frv. er fyrst og fremst um að ræða launabætur til hreppstjóra. Ég álít þær nauðsynlegar. Hins vegar hefði ég talið æskilegra, að í frv. væru fleiri efnisreglur um hreppstjóra en þar er að finna, úr því að verið er að endurskoða löggjöfina um þá. Það er minn fyrirvari. Það eru hins vegar ekki tök á því eða aðstaða til að koma þeim breytingum inn í meðförum þingsins eða a. m, k. ekki nema með því að tefja eitthvað fyrir málinu, en það vil ég ekki gera, og þess vegna hef ég mælt með frv., eins og það nú liggur fyrir, en þó með fyrirvara þessum, sem ég hef minnzt á.