23.03.1965
Neðri deild: 58. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 890 í B-deild Alþingistíðinda. (800)

53. mál, skipti á dánarbúum og félagsbúum o.fl.

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Þetta frv. ber að skoðast í tengslum við það frv., sem ég gerði grein fyrir áðan, um hreppstjórana, en það þótti nauðsynlegt að taka upp þá breytingu, sem hér er lagt til, á 16. gr. l. um skipti á dánarbúum og félagsbúum, og miðar að því, að tekið er þar upp ákvæði um greiðslur til hreppstjóra, þegar þeir fyrir hönd sýslumanns standa fyrir uppskrift eigna eða virðingargerðum, og er á því byggt, að þessar greiðslur verði hálfu hærri en laun votta við gerðirnar, eins og fram kemur í grg.

Ég leyfi mér að leggja til, að málinu verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. allshn.