26.10.1964
Neðri deild: 6. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1101 í B-deild Alþingistíðinda. (971)

9. mál, veiting ríkisborgararéttar

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Frv. þetta til 1. um veitingu ríkisborgararéttar hefur verið undirbúið í dómsmrn, með venjulegum hætti, eins og tíðkazt hefur og skapazt um mjög fastar og mótaðar reglur á undanfórnum árum og sé ég ekki ástæðu til að gera nánar grein fyrir því. En þó er rétt að taka það fram, að í 1. gr. er lagt til, að Þórunn Sofía Jóhannsdóttir Azhkenazy, húsmóðir í London, fái íslenzkan ríkisborgararétt. Beiðni hennar um ríkisborgararétt íslenzkan var fyrir n. á síðasta þingi, en of seint fram komin og náði þá ekki fram að ganga, en eftir atvikum tel ég rétt, að henni verði nú veittur þessi ríkisborgararéttur og það byggist á þeim sérstöku ástæðum, að hún er fæddur íslenzkur ríkisborgari, en giftist rússneskum manni, eins og kunnugt er og öðlaðist þá rússneskt ríkisfang, sem hún síðar hefur misst og í skjölum málsins kemur það fram, að eftir öllum atvikum hentar henni miklu betur að hafa sitt íslenzka ríkisfang og reyndar þeim hjónunum báðum, og mun vera um það samkomulag þeirra á milli. Ráðuneytið þurfti að hlutast til um það að veita henni vegabréf á s.1. sumri, því að eins og nú standa sakir, er hún illa stödd að því leyti, eftir að hafa misst ríkisfangið hið rússneska, en hafa ekki annars staðar ríkisborgararétt, sem nú er lagt til að henni verði veittur. Ég vona, að það verði ekki ágreiningur um þetta í n. Ég ræddi við hana á s.1. ári, og málið liggur nú skýrar fyrir. Vil ég að svo mæltu leyfa mér að mæla með því, að frv. verði vísað til hv. allshn. og til 2. umr.