19.10.1965
Neðri deild: 4. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 1227 í B-deild Alþingistíðinda. (1060)

9. mál, veiting ríkisborgararéttar

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Þetta frv. til l. um veitingu ríkisborgararéttar er flutt hér í samræmi við langar og viðteknar reglur um þau mál. Af hálfu dómsmrn. hefur verið unnið að undirbúningi málsins þannig, að inn á frv. hafa verið teknir þeir umsækjendur um ríkisborgararétt, sem fullnægja þeim skilyrðum, sem sett hafa verið af allshn. þingsins, bæði fyrr og síðar og á s.l. þingi. sem um þessi mál fjalla.

Ég leyfi mér að leggja til. herra forseti, að málinu verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. allshn.