22.04.1966
Neðri deild: 75. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 1228 í B-deild Alþingistíðinda. (1065)

9. mál, veiting ríkisborgararéttar

Frsm. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Eftir að 2. umr. um frv. um veitingu ríkisborgararéttar fór fram, kom ein umsókn, sem n. tók fyrir og er sammála um, að við bætist í 1. gr. í stafrófsröð, en það er Mygind, Grethe Marie Grönbæk, húsmóðir í Reykjavík, en hún uppfyllir öll þau skilyrði, sem í gildi eru um veitingu ríkisborgararéttar.