29.04.1966
Efri deild: 75. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 1347 í B-deild Alþingistíðinda. (1165)

171. mál, vernd barna og ungmenna

Ragnar Jónsson:

Herra forseti. Ég vil aðeins segja nokkur orð vegna fram kominna brtt. hv. 9. þm. Reykv.

Eins og hv. nm. er kunnugt, dagaði frv. um vernd barna og unglinga uppi í fyrra. En að mínum dómi eru sumar till. hv. 9. þm. Reykv. mjög athyglisverðar, og ég vil lýsa yfir, að ég hefði gjarnan viljað styðja sumar þeirra. Sérstaklega vil ég benda á brtt. við 36. gr., þ.e. 7. brtt., og enn fremur 11. brtt. við 56. gr. En þar sem er mjög áliðið þings og allar breyt. gætu orðið til þess, að málið dagaði enn á ný uppi, mun ég ekki sjá mér fært annað en greiða atkv. móti þessum brtt., vegna þess að ég vil ekki stofna frv. í hættu.