05.04.1966
Neðri deild: 67. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 1512 í B-deild Alþingistíðinda. (1187)

177. mál, álbræðsla við Straumsvík

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Ég sé ástæðu til þess strax að gera aths. í sambandi við þessa ræðu. Ég tel hana byggða á fullkomnum misskilningi og alveg út í hött, sannast að segja, að vistir eigi að vera matvörur og annað slíkt. Það leiðir greinilega af 14.02, þar sem benzín, neyzluvörur — neyzluvörur til almennings — eru ekki undanþegnar tolli, að vistir í þessu sambandi er ekkert af þessum vörum, sem hv. þm. var að tala um. Þetta er alveg augljóst af öðru samhengi í þessari gr.