05.04.1966
Neðri deild: 67. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 1614 í B-deild Alþingistíðinda. (1206)

177. mál, álbræðsla við Straumsvík

Ingvar Gíslason:

Herra forseti. Það er nú orðið áliðið nætur og auðsjáanlega kominn Kveldúlfur í hæstv. iðnmrh. Ég átti nú ekki von á því, að hann færi að endurtaka það að nýju,sem hann sagði hér í dag, og það, sem hann þó gerði tilraun til að taka aftur í ræðu sinni í kvöld. En ég vil taka það alveg skýrt fram enn einu sinni, þó að ég sé búinn að gera það áður og ætti ekki að þurfa það, að sú ásökun, sem hæstv. ráðh. kom hér með í dag gagnvart okkur, sem störfuðum með honum í þmn., er algerlega úr lausu lofti gripin. Hann getur reynt að hala í land með það og hnykkja á, eflir því hvernig andinn er i það og það sinnið, en ég vil taka það skýrt fram, að þessi ásökun í okkar garð er algerlega úr lausu lofti gripin. Hann veit vel um okkar afstöðu. Hann veit það vel, að við höfðum okkar almenna fyrirvara um þetta mál. og hann á ekki að leggja annað í þau orð en eins og þau voru bókuð og eins og þau voru töluð á fundum í n. og hæstv. ráðh. þekkir. Ég hef ekki undan því að kvarta, að hæstv, ráðh. hafi ekki komið af fullum drengskap fram gagnvart okkur í n. Það gerði hann, og það get ég vottað, og þess vegna er alger óþarfi af honum hér undir umr. málsins að fara að gefa eitthvað annað í skyn en það, sem þarna átti sér stað, en það er það. sem hæstv. ráðh. hefur gert.