23.04.1966
Efri deild: 70. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 1878 í B-deild Alþingistíðinda. (1246)

177. mál, álbræðsla við Straumsvík

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Ég bið hæstv. forseta og hv. þdm. afsökunar á töf á fundarstörfum hér, sem orsakaðist af því, að ég þurfti að taka þátt í atkvgr. í Nd. Þegar ég kvaddi mér hljóðs, var enginn á mælendaskrá, og ég ætla ekki að lengja þessar umr. nú við þessa l. umr. málsins. Ég hef hins vegar sitthvað að athuga við margt, sem fram hefur komið, einkum og sér í lagi í ræðum hv. 3. þm. Norðurl. v. (ÓlJ) og hv. 6. þm. Sunnl (HB). Ég skal ekki víkja að því núna, en ég ætla að geyma mér rétt til þess að leiðrétta ýmislegt, sem ég tel leiðréttingar þörf, við 2. umr. málsins og lengi ekki umr. að svo stöddu.