21.03.1966
Neðri deild: 57. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 1997 í B-deild Alþingistíðinda. (1295)

153. mál, Seðlabanki Íslands

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Flutningur þessa frv. stendur í beinu sambandi við flutning frv. um Framkvæmdasjóð, Efnahagsstofnun og hagráð. Í því frv. er gert ráð fyrir því, að Seðlabankanum sé falin varzla og rekstur Framkvæmdasjóðsins, og er þess vegna nauðsynlegt að gera hliðstæðar breytingar á einni gr. í Seðlabankal. Þetta og þetta eitt er tilgangur þessa frv., og er óþarft að fara um það fleiri orðum.

Að svo mæltu leyfi ég mér, herra forseti, að leggja til, að málinu verði vísað til hv. fjhn. og 2. umr.