01.11.1965
Neðri deild: 9. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2056 í B-deild Alþingistíðinda. (1344)

26. mál, verðlagning landbúnaðarvara

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Ég kveð ér hljóðs til þess að láta í ljós vonbrigði, mikil vonbrigði yfir mikilvægu atriði, sem kom fram í ræðu hv. 5. þm. Vestf., Hannibals Valdimarssonar forseta A.S.Í. í ræðu hans hér í hinni hv. d. á föstudaginn var. Hv. þm. sagði í langri og ítarlegri ræðu sinni, að hann eldi það eiga að vera verkefni bændasamtakanna annars vegar og ríkisvaldsins hins vegar að semja m verðlag á landbúnaðarafurðum hér innanlands. Þessa yfirlýsingu forseta A.S.Í. er ekki hægt að skilja með öðrum hætti en þannig, að hann telji þá skipan sem verið hefur í gildi um mjög langt skeið undanfarið, vera úrelta og hann óski ekki eftir, að þeirri skipan sé haldið áfram. En grundvallaratriði hennar er það, að löggjafinn hefur gert ráð fyrir því, að bændur annars vegar og neytendur hins vegar semdu sín á milli um verðlag á landbúnaðarafurðum innanlands. Því aðeins að samkomulag tækist ekki, skyldi atbeini ríkisvaldsins koma til. Því aðeins að samkomulag næðist ekki, voru ákvæði í l. til þess að tryggja, að eitthvert verð fengist þó á landbúnaðarafurðirnar og þá eftir nánar ákveðnum reglum. Ef þetta er þaulhugsuð stefnuyfirlýsing, ekki aðeins af hálfu forset A.S.Í. sjálfs eða persónulega, heldur einnig gefin fyrir hönd þessara voldugustu almannasamtaka í landinu, þar sem flestir neytendur í landinu eru skipulagðir, verð ég að láta í ljós mikil vonbrigði yfir því, að þessi skuli vera afstaða formannsins eða A.S.Í., ef þannig ber að skilja orð hans. Ég segi þetta ekki í neinu ádeilutón af þeirri sérstöku ástæðu, að hv. 5. þm. Vestf., Hannibal Valdimarsson, getur ekki verið stadd hér á deildarfundi í dag og sé því ekki ástæðu til þess að honum fjarstöddum að taka, upp neinar deilur við hann um þetta atriði, en vil þó ekki láta þessu umr. ljúka, án þess að það sé látið sérstaklega koma fram, að það er skoðun Alþfl., að hiklaust eigi að vinna að því, að þetta grundvallaratriði varðandi ákvörðun á verði innlendrar búvöru megi haldast, — að það megi haldast sem grundvöllur lagasetningar um verðlagningu á íslenzkum landbúnaðaraturðum, að hér sé um að ræða samningsatriði á milli neytenda annars vegar og bænda hins vegar og allir góðviljaðir menn eigi að vinna að því hverju sinni, að slíkir samningar takist.

Þetta er einnig ítrekað í stefnuyfirlýsingu ríkisstj., sem hæstv. forsrh. flutti sem skoðun ríkisstj. í heild, og ég vil taka sérstaklega fram, að þetta er mjög eindregin afstaða Alþfl., að að þessu eigi að vinna. Og jafnframt því, ef það tekst að fá samkomulag um það, að lagagrundvöllur þessi haldist, sé það jafnframt skylda þeirra hagsmunasamtaka, sem gæta eiga hagsmuna neytenda í þessum efnum, og bændanna hins vegar að vinna að því af alúð, að slíkt samkomulag geti tekizt. Hitt er svo annað mál, að ef svo mikið greinir á milli í þessum hagsmunasamningum, eins og auðvitað verið getur, þurfa í l. að vera einhver ákvæði um það, hvernig með skuli fara, ef samningarnir takast ekki.

Það, sem um var að ræða nú á s.l. hausti, var í raun og veru afar einfalt mál. Sá grundvöllur, sem þessi atriði hafa hvílt á um áratugaskeið, brast. Ég skal ekki rekja ástæður fyrir því. Það kann að hafa verið nauðsynlegt að láta skerast í odda með þessum hætti, en það vandamál, sem að ríkisstj. sneri, var það, að l., sem um þetta hafa gilt allar götur síðan 1943, urðu allt í einu ekki framkvæmanleg, og þá gat ekki verið um annað úrræði fyrir ríkisstj. að ræða en það að kveða á um það með brbl., að verðlag skyldi fást á íandbúnaðarafurðirnar nú í haust, en jafnframt hefja undirbúning þess, að ný löggjöf væri sett, sem ákvæði reglurnar um það, hvernig verðlag innlendrar búvöru skyldi ákveðið á hverju hausti.

Ný og fullkomin tækni hefur á síðustu árum verið í vaxandi mæli notuð við síldveiðarnar. Þetta hefur auðvitað í för með sér mjög auknar tekjur síldarsjómanna á grundvelli hlutaskiptasamninga, sem á síldveiðum gilda. Það er engin skynsamleg ástæða til þess, að þessi tekjuaukning síldarsjómanna, sem á rót sína að rekja annaðhvort eða sumpart til aukinna síldargangna eða bættrar veiðitækni eða hvort tveggja, þessi aukning á heildartekjum síldarsjómanna leiði til alveg hliðstæðrar eða tilsvarandi breytingar á tekjum bænda. Það er engin skynsamleg ástæða til þess að láta aukna síldveiði og auknar tekjur síldarsjómanna leiða til almennrar hækkunar á kjöti og mjólk og öðrum landbúnaðarafurðum.

Ég skal nefna annað mjög einfalt dæmi. Ef vinnutímastytting verður hjá verkamönnum í skjóli aukinnar framleiðni á vinnustað eða bættrar vinnuskipulagningar, aukinnar vinnuhagræðingar, er heldur enginn skynsamlegur eða réttlátur þjóðhagslegur grundvöllur fyrir hliðstæðri tekjuaukningu hjá bændum, þ.e.a.s. enginn grundvöllur til verðhækkunar á kjöti og mjólk og öðrum landbúnaðarafurðum.

Og ég skal nefna þriðja dæmið, álíka einfalt og að því er ég sjálfur tel, álíka ljóst. Ef tekjuhækkun verður hjá iðnaðarmönnum, vegna þess að tekin er upp ákvæðisvinna í stað tímavinnu og ákvæðisvinnan leiðir til aukinna vinnuafkasta hjá iðnaðarmönnunum og þar af leiðandi aukinna tekna, er engin ástæða til þess, að það leiði til sjálfkrafa tekjuhækkunar hjá bændum og hækkaðs verðs á mjólk og kjöti og öðrum landbúnaðarafurðum. En þannig hefur þetta verið samkv. þeim reglum, sem gilt hafa undanfarið, að auknar tekjur síldveiðisjómanna og t.d. tekjuauki iðnaðarmanna vegna ákvæðisvinnu hefur sjálfkrafa leitt til tekjuhækkunar bænda og hækkunar á landbúnaðarvöruverði. Auknar síldartekjur leiða ekki til sjálfkrafa hækkunar á kaupi verkamanna eða iðnaðarmanna, og ákvæðisvinnutaxtar hjá iðnaðarmönnum leiða ekki til sjálfkrafa hækkunar á tekjum síldarsjómanna eða verkamanna. Og vinnutímastytting hjá verkamönnum vegna vinnuhagræðingar leiðir ekki sjálfkrafa til tekjuaukningar hjá síldarsjómönnum eða iðnaðarmönnum, og hví skyldi þá eitt af þessu þrennu, sem ég nefndi, eða þá allt, hví skyldi það þá sjálfkrafa leiða til tekjuaukningar hjá bændum og til hækkunar á vöruverði þeirra? Bændum er enginn óréttur gerður, það er ekkert, sem þeir eiga með réttu, af þeim tekið, þó að þessari reglu sé ekki framfylgt með þeim hætti, sem hér hefur verið gert undanfarin ár og undanfarna áratugi. Ég hef enga löngun til þess að taka neitt það af bændum eða nokkrum öðrum, sem sýna má fram á með skynsemi og réttlæti, að þeir eigi skilið, að þeir eigi rétt á. En ég hef aldrei getað skilið, að hægt væri að færa skynsamleg rök að því, að tekjur bænda ættu að breytast sjálfkrafa með þeim hætti, sem þær hafa verið látnar breytast undanfarin ár eða áratugi. Og það eru þessi atriði, sem þarf að taka til rækilegrar og gaumgæfilegrar endurskoðunar. Hitt er svo eðlilegt og réttmætt, þar er um réttmætan og eðlilegan málstað, sanngjarnan málstað bændastéttarinnar að ræða, að ef launastéttir semja um kauphækkun vegna almennt aukinnar þjóðarframleiðslu, annaðhvort vegna þess að verðlag erlendis hefur verið að hækka eða vegna þess að framleiðni í þjóðfélaginu almennt hefur aukizt, eiga bændur auðvitað — ég segi og undirstrika — þá eiga bændur auðvitað rétt á hliðstæðri hækkun og verkamenn, iðnaðarmenn eða sjómenn almennt fá með kjarasamningum, með kauphækkun í kjarasamningum, hvers konar kauphækkun, sem á rót sína að rekja til almennt aukinnar þjóðarframleiðslu, eins og ég sagði áðan, hvort heldur sem skýringin eða orsökin til þjóðarframleiðsluaukningarinnar er aukin framleiðni í þjóðfélaginu almennt eða þá, að um er að ræða hækkandi verðlag erlendis. Bændur eiga að njóta þess eins og allar stéttir, ef verðlag hækkar almennt á íslenzkum sjávarafurðum erlendis. Þar er um að ræða auknar þjóðartekjur þjóðarbúskaparins í heild, sem eiga að skiptast sanngjarnlega og réttlátlega meðal allra vinnandi manna, meðal allra stétta þjóðfélagsins, bænda eins og annarra. Og ef á sér stað almenn framleiðniaukning í þjóðarbúskapnum í kjölfar aukinnar iðnvæðingar, í kjölfar almennra tækniframfara, þarf auðvitað að sjá til þess, að bændur fái réttmæta hlutdeild í þeirri almennu, raunverulegu tekjuaukningu, sem þjóðarbúskapurinn er að verða aðnjótandi, og einmitt í því sambandi á að nota annaðhvort samningsfyrirkomulagið milli bænda og neytenda eða ef það bregzt, einhverjar almennar reglur um tekjuaukningu bænda og hækkun á landbúnaðarvöruverðinu, sem tryggir bændum réttláta hlutdeild í almennri aukningu þjóðarframleiðslunnar. En umfram þetta eiga bændur ekki rétt á neinni sjálfkrafa tekjuaukningu af verðlagshækkun frekar en aðrar stéttir þjóðfélagsins, ekki frekar en aðrar stéttir þjóðfélagsins. En við slíkt borð hafa bændur setið lengi undanfarið, að löggjöfin og það, hvernig löggjöfin hefur verið skilin og túlkuð og framkvæmd, eða það, að þeir hafa fengið sjálfkrafa tekjuaukningu og verðlagshækkun á haustin, sem aðrar stéttir t.d. verkamenn hafa ekki fengið með sama eða hliðstæðum hætti. Mér er því óhætt að segja, að þó að ég harmi mjög þau ummæli forseta A.S.Í., að hann telji neytendur ekki eiga neitt erindi í þá samninga eða þá skipan mála, sem ákveði búvöruverðið á haustin, þótt ég harmi það mjög, vil ég segja, að í sjálfu sér fagna ég því tilefni, sem nú hefur fengizt til þess að taka þessi mál öll til endurskoðunar frá grunni, því að það er alveg augljóst mál, að þetta hv. þing getur ekki farið heim án þess að hafa sett nýja löggjöf um það, hvernig búvöruverðið skuli ákveðið næsta haust, því að auðvitað kemur ekki til mála að ákveða búvöruverðið aftur næsta haust með neinni bráðabirgðaskipan. Alþ. getur ekki skotið sér undan þeirri sjálfsögðu skyldu sinni að setja ný lög í stað lagasetningar, sem reynzt hefur óframkvæmanleg á s.l. hausti.

Ég sé ekki ástæðu til þess að gera þessar umr. um þessi brbl. að neinum allsherjar umr. um íslenzk landbúnaðarmál. Þetta frv. fjallar aðeins um mjög takmarkaðan hluta þess vanda, sem okkur er öllum á höndum varðandi íslenzkan landbúnað. Þetta frv. og þær umr., sem um það snúast nú og væntanlega framvegis, lúta auðvitað að þessu takmarkaða sviði, hvernig eigi að ákvarða landbúnaðarverðið á haustin í framtíðinni. En vegna þess að nokkur orð hafa fallið á nokkuð víðari vettvangi og ég er staðinn upp á annað borð að gefnu þessu tilefni frá hv. 5. þm. Vestf., Hannibal Valdimarssyni, skal ég fara nokkrum orðum um viss atriði í sambandi við landbúnaðarmálin.

Það er að verða æ fleirum ljósara, sem betur fer vildi ég segja, á allra síðustu mánuðum, að í sambandi við íslenzkan íandbúnað og íslenzka landbúnaðarframleiðslu er um að ræða nokkur af helztu efnahagsvandamálunum, sem nú er við að etja í íslenzku þjóðfélagi. Ástæðan til þess, að um þetta vandamál er nú orðið að ræða, ástæðan til þess, að þetta vandamál er nú orðið brýnna, mun brýnna en það var fyrir t.d. 5 árum, er sú, að annars vegar hefur landbúnaðarframleiðslan vaxið mjög mikið umfram innanlandsþarfimar og hins vegar hefur bilið milli framleiðslukostnaðarins hér og verðsins erlendis farið sívaxandi og er orðið mjög mikið. Og þegar þetta hvort tveggja gerist alveg samtímis, að framleiðsla hér innanlands vex mjög umfram innanlandsþarfirnar, þannig að flytja þarf út verulegan hluta landbúnaðarframleiðslunnar, en nú er um það bil 10% af heildarlandbúnaðarframleiðslunni flutt út,og þegar hitt gerist samtímis, að bilið milli framleiðslukostnaðarins hér og verðlagsins erlendis vex mjög mikið, gefur auga leið, að hér verður um mjög mikið vandamál að ræða. Og vandamálið erður augljósast, kemur greinilegast fram í því, að útflutningsbæturnar vaxa svo mjög, að þær verða mjög ungur baggi á ríkissjóði og þar af leiðandi jafnframt á herðum íslenzkra skattborgara.

Síðustu sundurliðuðu tölurnar, sem ég hef um verðmæti landbúnaðarframleiðslunnar, er um verðmæti framleiðslunnar á framleiðsluárinu 1964–1965. Og þá er mjög fróðlegt að athuga þessar tölur, bæði verðmæti heildarframleiðslunnar og hvernig þetta verðmæti er talið skiptast. En á þessu framleiðsluári var heildarverðmæti landbúnaðarframleiðslunnar talið 18551/2 millj. kr. Og það skiptist þannig, að nautgripaafurðir voru taldar 973.9 millj., sauðfjárafurðir 631.6 millj., afurðir af hrossum 24.5 millj., garðrækt 82.2 millj., alifuglar, svín o.fl. 78.3 millj. og hlunnindi 65 millj. Af þessum tölum, þessari sundurliðun heildarlandbúnaðarframleiðslunnar, kemur m.ö.o. fram, að meira en helmingur hennar er nautgripaafurðir. Tilsvarandi heildartala fyrir framleiðsluárið 1963 1964, árið áður, var um 1600 millj., svo að framleiðsla var talin aukast úr 1600 millj. í 1855 millj. frá framleiðsluárinu 1963–1964 og til framleiðsluársins 1964–1965. En í raun og veru eru þessar tölur mjög villandi, ef ekki er athugað, hvernig þær eru tilkomnar. Þessi aukning á heildarverðmæti landbúnaðarframleiðslunnar endurspeglar ekki nema að mjög litlu leyti aukningu á framleiðslumagni. Framleiðsla dilkakjötsins, annarrar af tveimur helztu búvörum, minnkaði nefnilega úr 9649 tonnum árið 1963–1964 í 9331 tonn árið 1964–1965, eða um 3.3%. Framleiðsla annars kindakjöts minnkaði úr 1502 tonnum í 816 tonn, a um 46%. Hins vegar jókst magn framleiddrar mjólkur um yfir 5%, og frá almanaksárinu 1963–1964 miðað við almanaksárið jókst sala til mjólkursamlaga um 6.2%. En þá er von, að menn spyrji, hver er skýringin á því, að framleiðsluverðmæti landbúnaðarins er talið hækka úr 1600 millj. í 1855 millj. frá 1963 1964 og til 1964–1965. Skýringin er ósköp einföl. Hún er fyrst og fremst sú, að í þeim verðlagsgrund elli landbúnaðarins, sem þetta mat byggist á, varð lækkun á kaupi bóndans um 23.8%. M.ö.o., það er kauphækkun bóndans, það er sú kauphækkun bóndans, sem honum er ákveðin í verðlagningunni á hausti , sem kemur fram sem verðmætisaukning landb naðarframleiðslunnar samtímis því sem kjötframleiðslan minnkar, en mjólkurframleiðslan vex. Og þá er komið að því, sem nauðsynlegt er að undirstrika og benda alveg sérstaklega á í þessu sambandi, að þetta hefur verið að gerast hér undanfarin ár, að kjötframleiðslan hefur verið að minnka að magni til, en mjólkurframleiðslan að vaxa að magni til. En þegar það er nú athugað, að kjötframleiðslan er ei mitt miklum mun arðbærari framleiðsla en mjólkurframleiðslan, sést, hversu mjög alvarleg þróun hér er ferðinni.

Gleggsti vitnisburðurinn um það, hversu miklu óarðbærari mjólkurframleiðslan er en kjötframleiðslan, fæst, ef athugað er útflutningsverðið á mjólkurafurðu annars vegar og kjötafurðum hins vegar í hlutfalli við framleiðslukostnaðinn innanlands. Þar er dæmi í stórum dráttum þannig, að útflutningsverð á frystu dilkakjöti mun nú vera um 44% af heildsöluverðinu innanlands, útflutningsverð á saltkjöti um 60% af verðinu innanlands, og engar verðuppbætur eru greiddar á ull og gærur. En ef mjólkurafurðirnar eru teknar, kemur í ljós, að smjörið er selt úr landi fyrir aðeins 22% af framleiðslukostnaðinum innanlands og ostur um 23%, nýmjólk og duft og undanrennuduft fyrir aðeins 24%, en ostaefni hins vegar fyrir 62%. Maður sér því, hversu gífurlegur munur er á þjóðhagslegu gildi kjötframleiðslunnar annars vegar og mjólkurframleiðslunnar hins vegar, ef dæmi er tekið af útflutningsverðinu í hlutfalli við heildsöluverðið innanlands. Og samt sem áður er þróunin sú, að kjötframleiðslan er að minnka, en mjólkurframleiðslan að stórvaxa. Það er þetta, sem er hin hliðin á meginvandanum í landbúnaðarmálunum. Það er ekki aðeins það, að framleiðslan sé meiri en innanlandsmarkaðurinn hefur þörf fyrir, og ekki aðeins, að almennt séð sé um mikinn verðmun að ræða á framleiðslukostnaðinum innanlands, næstum því óbærilegan mun að ræða á framleiðslukostnaðinum innanlands og útflutningsverðinu, ég segi óbærilegan, þegar þarf að flytja út 1/10 af því magni, sem framleitt er í landinu, heldur stefnir þróunin í ranga átt. Það er kannske kjarni málsins. Það mætti segja, að ef um tímabundna erfiðleika í íslenzkum landbúnaði væri að ræða, væri allt vandamálið sök sér og auðleystara en það því miður er.

Íslenzkur landbúnaður er ekki einn um það í veröldinni að eiga í erfiðleikum í samkeppninni um vinnuafl og eiga í erfiðleikum í samkeppninni við iðnaðarvarning, sem framleiddur er með nýrri og síbættri tækni. Landbúnaður allra Evrópulanda á og hefur undanfarin ár og áratugi átt í meiri og minni vandræðum, og meira að segja landbúnaður Bandaríkjanna, sem þó er háþróaðasti landbúnaður í allri veröldinni, hefur líka átt í vissum erfiðleikum. Við þurfum því ekki að vera hissa á því, að íslenzkur landbúnaður skuli líka eiga í erfiðleikum. Hitt er annað mál, þessir erfiðleikar eru miklir, þeir eru mjög miklir, þeir eru tiltölulega miklu meiri en erfiðleikar landbúnaðarins í grannlöndunum. En þó að þetta sé nógu alvarlegt, þá er þetta kannske ekki það alvarlegasta í málinu. Það alvarlegasta í málinu er það, að það stefnir í ranga átt, þ.e.a.s., það er röng átt að stefna í, að mjólkurframleiðslan skuli vera að aukast jafnmikið og raun ber vitni, en kjötframleiðslan, sá þáttur íslenzks landbúnaðar, sem þó á tvímælalaust mesta og réttlætanlegasta framtíð fyrir sér, sem sjálfsagt er að stefna að að efla sem mest, virðist vera að dragast saman. En þetta er slíkt kjarnaatriði, að því þarf að gefa mun meiri gaum en gert hefur verið undanfarið, og þetta er til þess að undirstrika og skýra þetta meginatriði málsins nokkru nánar. Ég hef ekki áður gert þetta atriði að alveg sérstöku umræðuefni.

Þá er rétt að virða fyrir sér skýrslur, sem fyrir liggja um fjármunamyndunina undanfarin ár eða þá sérstaklega árið í fyrra. Það er talið í skýrslum, að fjármunamyndun ársins í fyrra, ársins 1964, hafi alls numið 4749.2 millj. kr. Og ef við nú athugum, hvernig þessi fjármunamyndun skiptist í aðalatriðum á helztu þætti fjármunamyndunarinnar, kemur eftirfarandi í ljós: Fjármunamyndun í landbúnaði var í fyrra 403 millj. kr. Fjármunamyndun í fiskveiðum var 442.9 millj. kr., eða m.ö.o. fjármunamyndun í landbúnaðinum, þrátt fyrir þessar efnahagslegu aðstæður landbúnaðarins, sem ég var að lýsa, er næstum eins mikil og í fiskveiðunum í heild. Fjármunamyndun í iðnaði var 551 millj. kr. og fjármunamyndun í ýmsum vélum og tækjum 158.2 millj. Virkjanir og veitur voru 303.5 millj. og flutningatæki 722.8 millj. kr. alveg sérstaklega há tala vegna fjárfestingar í flugvélakaupum, sem nam á þessu ári 460 millj. kr. og er því ekki hægt að hafa til samanburðar við nein ár á undan eða eftir. Fjármunamyndun í verzlun, veitingum og skrifstofuhúsum 215 millj. kr. en íbúðarhúsum 1052 millj. kr. Fjármunamyndun í samgöngumannvirkjum var 580.8 millj. kr. og byggingar hins opinbera 320 millj. kr.

Það liggja að vísu ekki fyrir tölur um árið í ár, en áætlunartölur, sem ég hef séð um það efni, gerðar að beztu manna yfirsýn, virðast benda til þess, svo að ég ræði aðeins sérstaklega um landbúnaðinn, að fjármunamyndunin þar muni í ár verða meiri en hún var í fyrra. Þessar tölur virðast mér mjög eindregið benda til þess annars vegar, að afkoma landbúnaðarins, afkoma bænda, sé mjög góð. Um það er ekki nema hið allra bezta að segja, að hún sé góð, enda getur ekki annað verið. Framkvæmdir í landbúnaði mundu ekki vera jafngífurlegar og þær eru nema því aðeins, að þar sé um verulega ábatavon að ræða. En hitt er annað, að það getur ekki talizt skynsamleg skipting á heildarráðstöfunarfé þjóðfélagsins til fjármunamyndunar, að næstum eins mikið skuli ganga til fjármunamyndunar í landbúnaðinum og í fiskveiðunum, því að enginn vafi getur þó leikið á því, að arðsemi í landbúnaðinum er miklum, miklum mun minni en hún er í fiskveiðum og í iðnaðinum í það heila tekið. Af þessum þremur meginatvinnugreinum, fiskveiðum, iðnaði og landbúnaði, er arðsemin tvímælalaust frá þjóðhagslegu sjónarmiði séð minnst í landbúnaðinum, eins og greinilega kemur fram í þeim stuðningi, sem landbúnaðinum er nauðsynlegur undir núverandi kringumstæðum, og mun minni en í fiskveiðum og iðnaði. En samt sem áður kemur í ljós við athugun þessara talna, að fjármunamyndun í landbúnaðinum er upp undir það eins mikil og hún er í hvorri grein um sig, í fiskveiðum og iðnaði. Þetta er atriði, sem snertir framtíðarstefnuna í íslenzkum landbúnaðarmálum, og hér þarf að móta nýja stefnu. Ég er auðvitað ekki tilbúinn til þess að segja það á þessari stundu, hver væri mín skoðun eða míns flokks á því, hver ætti að vera kjarninn í þeirri stefnu. Á þessu stigi málsins getur það ekki verið annað en meginverkefni að benda á vandann, undirstrika nauðsyn þess, að hann sé ræddur, að hann sé hugleiddur vandlega og hann sé ræddur bæði hér á hinu háa Alþ. og annars staðar í því skyni að reyna að finna einhverja skynsamlega lausn á þessu mikla vandamáli.

Engum dettur auðvitað í hug, eins og stundum er gáleysislega verið að hafa eftir sumum, að íslenzkur landbúnaður eigi engan rétt á sér, hann eigi bara að leggja niður og það eigi að gera eitthvað allt annað við bændurna, jafnvel slátra þeim. Engum dettur náttúrlega önnur eins fjarstæða og þetta í hug. Ég þekki engan mann, sem hefur látið sér neitt þvílíkt um munn fara, og ekki einu sinni, að nokkrum manni, sem ég þekki, hafi komið slíkt til hugar. Auðvitað er íslenzkur landbúnaður nauðsynlegur, nauðsynlegur þáttur í íslenzku efnahagslífi, nauðsynlegur þáttur í íslenzku atvinnulífi, nauðsynlegur þáttur þess, að sem mestur hluti landsins sé í byggð og haldist í byggð. En að segja þetta og hafa þetta sem bjargfasta skoðun jafngildir auðvitað ekki því, að það sé alveg sama, hvernig landbúnaðurinn er rekinn. Þetta er og má ekki jafngilda því, að menn láti sér alveg í léttu rúmi liggja, með hverjum hætti íandbúnaðurinn er rekinn. Auðvitað er alltaf þörf á því að auka framleiðni og vinnuhagræðingu og skipulag í öllum atvinnugreinum. Það er ekkert einkamál fyrir íslenzkan landbúnað, það er ekkert sérstakt fyrir íslenzkan landbúnað eða landbúnaðinn í það heila tekið í veröldinni, að hans starfsaðferðir, hans vinnubrögð þurfi að breytast. Þetta á alltaf við um alía atvinnuvegi, um allar atvinnugreinar. Það er alltaf nauðsynlegt í öllum atvinnugreinum frá ári til árs að breyta vinnuaðferðum, breyta framleiðsluaðferðum, nota nýjustu véltækni og nýjustu vinnubrögð. En það, sem verður að undirstrika sérstaklega núna, er það, að engri íslenzkri atvinnugrein, — og það segi ég, og það trúi ég, að sé rétt, — að engri íslenzkri atvinnugrein er jafnnauðsynlegt einmitt nú og íslenzkum landbúnaði að breyta um framleiðsluhætti, breyta um framleiðslustefnu og framleiðsluaðferðir. Það er þess vegna, sem ég hef undirstrikað við ýmis tækifæri og vil enn nú undirstrika nauðsyn þess, að alvarlegar umr. og alvarleg umhugsun fari fram í því skyni að reyna að móta íslenzkum landbúnaði nýja skynsamlegri stefnu í þágu þjóðarheildarinnar og landbúnaðarins sjálfs en fylgt hefur verið í þessu efni á undanförnum árum og jafnvel áratugum.