02.05.1966
Neðri deild: 85. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2427 í B-deild Alþingistíðinda. (1625)

188. mál, landshöfn í Þorlákshöfn

Frsm. (Birgir Finnsson):

Herra forseti. Ég gleymdi að geta þess í framsöguræðunni, að í meðförum sjútvn. kom fram sú till. frá einum nm., að í sambandi við þá gr. frv., sem fjallar um hafnargjöld, verði skip, sem flytja eingöngu farþega og farartæki þeirra, undanþegin hafnargjöldum á sama hátt og skemmtiferðaskip og herskip eru samkv. gr. Mér var falið sem formanni n. að ræða þetta atriði við hæstv. sjútvmrh., og hann tók því vel, að þetta atriði yrði tekið til greina við setningu reglugerðar um gjaldskrá fyrir höfnina.