29.04.1966
Efri deild: 75. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2440 í B-deild Alþingistíðinda. (1642)

195. mál, kísilgúrverksmiðja við Mývatn

Helgi Bergs:

Herra forseti. Ég verð nú að láta í ljós vonbrigði mín yfir því, að yfirlýsing hæstv. ráðh. um seinasta atriðið var svolítið óljós. Ég geri mér það vel ljóst, að eftir að búið er að staðfesta hér l. um gildi alþjóðabankagerðardómsins, þá er það auðvitað að fara eftir íslenzkum I. að vísa deilumálum þangað. Við því er ekkert að gera, et það frv. á annað borð verður samþ. og fær hér lagagildi. En samkv. þeim samningi skal ákveða það hverju sinni í hverju deilumáli, hvort því skuli vísa til dómsins eða ekki, það skal vera eftir samkomulagi aðila.

Það, sem máli skiptir í þessu sambandi, er það, hvort hæstv. ráðh. hugsar sér það, að frekari ákvæði um erlenda gerðadóma verði tekin upp í þennan samning milli hins útlenda félags og íslenzkra yfirvalda eða ekki. Og ég vildi leyfa mér að fara fram á það við hæstv. ráðh., að hann svaraði þessari spurningu skýrt, hvort frekari ákvæði um erlenda gerðadóma en á hverjum tíma kunna að felast í íslenzkum lögum komi til greina í þessum samningum eða ekki.