29.04.1966
Efri deild: 75. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2441 í B-deild Alþingistíðinda. (1648)

195. mál, kísilgúrverksmiðja við Mývatn

Gils Guðmundsson:

Herra forseti. Reynslan af störfum hæstv. ríkisstj. er sú, að sporin hljóti að hræða og að það sé þess vegna mjög óeðlileg bjartsýni, sem kemur fram í afstöðu hv. l. þm. Norðurl. e. um, að það sé allt í bezta lagi að veita henni slíkar lítt takmarkaðar samningaheimildir eins og ráð er gert fyrir í þessu máli.

Ég mun eindregið styðja þá rökstuddu dagskrá, sem hv. 6. þm. Sunnl. hefur lagt fram í málinu, og tel, að það beri að samþ. hana og afgreiða málið að svo komnu með henni, þannig að það geti legið ljósar fyrir Alþ. þegar samningagerðin er komin á annað stig en hún er nú.