04.05.1966
Neðri deild: 88. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2454 í B-deild Alþingistíðinda. (1663)

195. mál, kísilgúrverksmiðja við Mývatn

Frsm. 2. minni hl. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Þegar þetta frv. lá fyrir fjhn. þessarar d., óskuðum við fulltrúar Framsfl. í n., hv. 11. þm. Reykv. og ég, eftir því, að gefin yrði ótvíræð yfirlýsing um, að framkvæmd l. yrði þannig, að félögin, sem um ræðir í frv., skyldu í einu og öllu lúta íslenzkri löggjöf og íslenzku dómsvaldi, og ef til þess kæmi, að ágreiningsmálum yrði skotið til úrskurðar gerðardóms, skyldi Hæstiréttur tilnefna oddamann í dóminn. þessi yfirlýsing fékkst ekki, og því höfum við lagt fram í nál. okkar á þskj. 707 till. til rökstuddrar dagskrár. Þessi dagskrártill. okkar er þannig, með leyfi hæstv. forseta:

„Með því að d. telur, að frv. að samningi, er gerður kann að verða við hið erlenda fyrirtæki, eigi að leggjast fyrir Alþ. til ákvörðunar, telur d. ekki ástæðu til að gefa þær heimildir, er í frv. felast, og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.“