07.12.1965
Neðri deild: 26. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2491 í B-deild Alþingistíðinda. (1748)

83. mál, sala jarðarinnar Kollaleiru

Flm. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Við flytjum þetta frv., þm. Austurlands í d., en það fjallar um að heimila ríkisstj. að selja Reyðarfjarðarhreppi jörðina Kollaleiru í Reyðarfjarðarhreppi. Reyðarfjarðarkauptún er í örum vexti, og kauptúnið er að miklu leyti byggt í landi Kollaleiru, en það er ríkisjörð. Það er augljóst, að kauptúnið mun vaxa mjög í landi Kollaleiru, og í landi þeirrar jarðar munu verða mestu athafnasvæði staðarins framvegis. Okkur virðist eðlilegast, að Reyðarfjarðarhreppur fái Kollaleiru keypta, þegar allar ástæður eru skoðaðar, og hreppsnefnd Reyðarfjarðarhrepps hefur farið þess á leit við okkur, að við beitum okkur fyrir því, að heimildarlöggjöf verði samþ. um það efni á hv. Alþ. Um það fjallar þetta frv., og vil ég leyfa mér að óska þess, að því verði vísað til landbn. að aflokinni þessari umr.