28.02.1966
Efri deild: 43. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2507 í B-deild Alþingistíðinda. (1848)

117. mál, matreiðslumenn á farskipum og fiskiskipum

Frsm. (Friðjón Skarphéðinsson):

Herra forseti. Eins og segir í grg. þessa frv., flytur iðnn. þessarar hv. d. frv. að beiðni skólanefndar Matsveina- og veitingaþjónaskólans.

Efni þess er það í fyrsta lagi, að gera nokkrar orðalagsbreytingar á l. um bryta og matreiðslumenn frá 1961 til glöggvunar, nánar tiltekið að taka upp orðið „matsveinn“ í stað „matreiðslumaður“, og í öðru lagi, að ákvæði l. um bryta og matreiðslumenn skuli ekki ná til þeirra, sem starfað hafa sem matsveinar eða brytar í 1 ár eða lengur á skipum yfir 50 rúmlestir, enda hafi þeir krafizt viðurkenningar ráðuneytis til starfans innan 5 ára frá gildistöku l., en í núgildandi I. er miðað við starf á 100 rúmlesta skipi.

Iðnn. mun taka þetta mál til frekari athugunar milli umræðna og væntanlega fá um það umsögn nokkurra aðila, ef til vill gefa út um það nál. En n. hefur ekki tekið afstöðu til málsins enn. En þess er rétt að geta, að iðnrn. hefur í bréfi til n. mælt með frv. og lagt til, að það yrði samþ.

þetta frv. er flutt af n., og þarf því ekki að vísa því til n., og ég legg því einungis til, að því verði vísað til 2. umr.