21.03.1966
Efri deild: 53. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2507 í B-deild Alþingistíðinda. (1850)

117. mál, matreiðslumenn á farskipum og fiskiskipum

Sveinn Guðmundsson:

Herra forseti. Frv. til I. á þskj. 238 um breyt. á l. nr. 50 frá 29. marz 1961 um bryta og matreiðslumenn á farskipum og fiskiskipum hefur verið til frekari athugunar hjá iðnn. Frv. þetta er flutt af iðnn. þessarar hv. þd. samkv. tilmælum skólanefndar Matsveina- og veitingaþjónaskólans, og hefur n. ekki sent frá sér sérstakt nál.

Í framkvæmd hinna eldri laga er talið, að lagafyrirmæli um matreiðslumenn hafi tíðum valdið ruglingi, og því er þetta lagafrv. borið fram. Samkv. I. gr. þessa frv. eru sett skýrari mörk milli starfsheita þeirra manna, sem hafa aflað sér fullra sveins- eða meistararéttinda í matreiðslu, nefnast þeir áfram matreiðslumenn, en hinir, sem aðeins hafa lokið námskeiði í matreiðslu, nefnast matsveinar eða aðstoðarmatsveinar. Skv. 2. gr. frv. er nú miðað við 50 rúmlesta skip í stað 100 rúmlesta áður varðandi réttindi þeirra, sem starfað hafa sem matsveinar á skipum 1 ár eða lengur og þeim veittur 5 ára frestur til að afla sér viðurkenningar til starfsins.

Eins og fram kemur í grg. með frv., barst n. bréf frá iðnmrn., þar sem eindregið er mælt með frv. Nefndin leitaði umsagnar Sjómannasambands Íslands, Landssambands ísl. útvegsmanna og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. Allir þessir aðilar, svo og félag bryta, mæla eindregið með frv.

Iðnn. mælir því með, áð frv. verði samþ. óbreytt, en einstakir nm. áskilja sér óbundnar hendur um afstöðu til frv.

Herra forseti. Ég leyfi mér að vænta þess, að frv. þetta fái afgreiðslu í þessari hv. þd. og verði að lokinni 2. umr. vísað til 3. umr.