31.03.1966
Neðri deild: 62. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2510 í B-deild Alþingistíðinda. (1867)

155. mál, hreppamörk milli Hafnarhrepps og Nesjahrepps

Frsm. (Guðlaugur Gíslason):

Herra forseti. Frv. til l. um breyt. á hreppamörkum milli Hafnarhrepps og Nesjahrepps er flutt hér í þessari hv. d. af öllum þm. Austf., sem þar eiga sæti. Það kom fram í framsöguræðu I. flm. frv., að það væri einnig flutt í fullu samráði við hv. 4. þm. Austf., en hann á sæti í Ed.

1. gr. frv. er um að breyta mörkum Hafnar- og Nesjahrepps í Austur-Skaftafellssýslu. Um þetta atriði mun hafa verið deila heima í héraði milli forráðamanna þessara sveitarfélaga. Formaður Sambands ísl. sveitarfélaga hefur haft milligöngu um að reyna að koma á samkomulagi, en það ekki tekizt. Deilan mun þó aðallega vera um bótaupphæð frekar heldur en um skiptingu landssvæðis milli þessara sveitarfélaga. En vegna fyrirhugaðra hafnarframkvæmda á Hornafirði er talið eðlilegt og nauðsynlegt, að nokkur hluti af landi Nesjahrepps verði látinn ganga til Hafnarhrepps.

2. gr. frv. er um framkvæmd á bótum, ef til kemur, og gert er ráð fyrir skipun gerðardóms, ef samkomulag næst ekki á milli aðila. Er í 2. gr. gert ráð fyrir bótum fyrir tekjumissi til handa Nesjahreppi, en n. hefur fengið upplýsingar um, að einnig og ekki síður beri að taka tillit til aðstöðumissis þessa hrepps í því sambandi.

Heilbr.- og félmn. hefur athugað frv., og leggur hún einróma til, að það verði samþ. óbreytt.