26.04.1966
Neðri deild: 78. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2535 í B-deild Alþingistíðinda. (1969)

174. mál, fiskveiðar í landhelgi

Frsm. (Hjörtur E. Þórarinsson):

Herra forseti. Sjútvn. hefur fjallað um frv. á þskj. 421, um breyt. á I. um rétt til fiskveiða í landhelgi. Frv. þetta hefur farið í gegnum Ed. og kom þaðan óbreytt. Sjútvn. er sammála um, að frv. þetta sé tilkomið af brýnni nauðsyn vissra sjávarplássa, einkanlega á Norðurlandi, til þess að ná til sín öllu því hráefni til fiskvinnslu, sem mögulegt er að fá, án þess að tefla í aukna hættu hagsmunum okkar á fiskimiðum. Hún telur því rétt, að Alþ. leyfi þessa tilraun, sem hér er stefnt að og er aðeins bundin við eitt ár. Hins vegar telur n., að þýðingarmikið sé, að ekkert það sé gert, sem geti auðveldað frá því sem nú er erlendum togveiðiskipum að sækja á íslenzk mið, og gerir því brtt. við frv., sem tekur af öll tvímæli í því efni. Enn fremur gerir n. till. um orðalagsbreytingu á frv., sem kveður fastar að orði um það, að heimildin sé eingöngu við það miðuð, að unnt sé að aðstoða þá staði, sem búa við hráefnisskort til fiskvinnslu. Brtt. n. við frv. er þá á þessa leið:

Við 1. gr. í fyrsta lagi. Á eftir orðinu „veiðiskipum“ komi, „þó ekki afla botnvörpuskipa“. Og í öðru lagi. Í stað orðanna „eftir því, sem hagkvæmt þykir komi, „þar sem brýn þörf er á atvinnuaukningu“.

Herra forseti. Sjútvn. er sammála um að leggja til, að frv. verði samþ. með þeim breyt., sem ég hef gert grein fyrir.