09.12.1965
Sameinað þing: 18. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2812 í B-deild Alþingistíðinda. (2172)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Auður Auðuns):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur athugað kjörbréf Magnúsar Kjartanssonar, 2. varaþm. Alþb. í Reykjavík, og hefur n. ekki fundið neitt athugavert við kjörbréfið. Það var staðfest í n. af skrifstofustjóra Alþ., að 1. varaþm. Alþb. í Reykjavík lægi veikur í sjúkrahúsi og gæti því ekki tekið sæti á Alþ. Kjörbréfanefnd leggur til, að kjörbréf Magnúsar Kjartanssonar verði samþ. og kosning hans tekin gild.