17.12.1965
Efri deild: 34. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2829 í B-deild Alþingistíðinda. (2230)

Þingsetning

Karl Kristjánsson:

Ég veit, að ég mæli fyrir hönd allra hv. þdm., þegar ég þakka hæstv. forseta fyrir hans hlýju jóla- og nýársóskir, og um leið vil ég líka óska honum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs og tjá honum þakkir okkar fyrir góða forsetastjórn. Ég tek einnig undir óskir hans og þakkir til starfsfólks þingsins. Hittumst svo öll heil að þinghléi loknu á nýju, farsælu ári.

Má ég biðja ykkur, hv. þdm., að rísa úr sætum og taka með því undir orð mín. —