01.04.1966
Neðri deild: 64. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 35 í C-deild Alþingistíðinda. (2273)

98. mál, áfengislög

Frsm. meiri hl. (Pétur Sigurðsson):

Herra forseti. Allshn. hv. d. hefur haft þetta mál til meðferðar nú um nokkurt skeið. Málið var sent til umsagnar nokkurra aðila, og eins hafa komið, eins og sést á nál. minni hl., skoðanir ýmissa annarra aðila hér til þingsins, en niðurstaða allshn. varð sú, að 5 af nm. mæla með samþykkt frv., þó með þeim fyrirvara, að hv. 4. þm. Sunnl. flytur brtt., sem hefur það í för með sér, að heimild sú, sem frv. fer fram á, verði aðeins veitt að undangenginni þjóðaratkvgr. Við, sem sæti eigum í allshn. með hv. 4. þm. Sunnl., teljum flestir, að þetta mál sé kannske ekki svo mikils virði, að það þurfi að leita til þjóðarinnar um það að fá álit hennar á því. Persónulega hefði ég talið, að æskilegt hefði verið, að hv. þm. sjálfir hefðu látið skoðanir sínar koma í ljós í málinu, en eftir atvikum getur meiri hl. í allshn. fellt sig við þessa brtt., og við í meiri hl. í n. munum styðja þessa brtt.

Efnislega ætla ég ekki að ræða málið núna. Ég er búinn að gera það oft hér. Það hefur ekkert komið nýtt fram í málinu, engin ný rök gegn því. Þeim rökum, sem dregin eru fram í nál. hv. minni hl., er margsvarað þegar, og stendur fullyrðing gegn fullyrðingu.