26.10.1965
Neðri deild: 7. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 337 í C-deild Alþingistíðinda. (2436)

18. mál, umferðarlög

Sigurvin Einarsson:

Herra forseti. Ég ætla mér ekki að ræða þetta frv. að þessu sinni, heldur aðeins leita upplýsinga hjá hæstv. dómsmrh. Alþt. 1965. C. (86. löggjafarþing). um eitt atriði, sem snertir þetta mál. Eru til einhverjar reglur um það, hvenær skuli birta nöfn manna, sem brjóta lög, eða eru þær engar til. Ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma séð birt nöfn manna, sem hafa reynzt sannir að því að vera ölvaðir við akstur. Ég man hins vegar eftir því að hafa séð nöfn ýmissa brotlegra manna, sem hafa brotið af sér gagnvart öðrum lögum. Eru þessar reglur til eða eru þær engar til? Og ef þær eru til, hverjar eru þær þá?