13.04.1966
Sameinað þing: 36. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 324 í D-deild Alþingistíðinda. (2978)

140. mál, takmörkun sjónvarps frá Keflavíkurflugvelli

Forseti (BF):

Ég vil taka það fram, að sú þáltill., sem hv. 5. landsk. þm. gerði hér að umtalsefni, hefur jafnan verið á dagskrá í Sþ., eftir að hún var lögð fram, en ástæðan fyrir því, að hún hefur ekki komið til umr., er ekki sú, að forseti eða aðrir hafi viljað stinga till. undir stól, heldur sú alkunna staðreynd, sem ég veit að hv. þm. þekkja allir, að umræðutími Sþ. hefur á undanförnum fundum farið í allt önnur mál.

Ég vil aðeins taka þetta fram í tilefni af orðum hv. 5. landsk. þm. En að öðru leyti mun ég taka til athugunar tilmæli hans um að hraða afgreiðslu mála á dagskránni, og ég vil upplýsa í því sambandi, að það hefur verið gert ráð fyrir, að þessum fundi í dag yrði haldið áfram, annaðhvort seinni hluta dags eða í kvöld.