27.10.1965
Sameinað þing: 8. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 401 í D-deild Alþingistíðinda. (3066)

28. mál, vegaskattur

Lúðvík Jósefsson:

Herra forseti. Það var aðeins örstutt aths. í sambandi við það, sem hæstv. samgmrh. sagði nú. Ég fullyrti að sjálfsögðu ekkert um það í þeim ályktunarorðum, sem ég dró hér, að herliðið yrði ekki látið borga. Ég sló aðeins fastri þeirri staðreynd, að fram hefði komið, að enn sem komið væri væri ekki búið að semja við það nm neitt gjald fyrir að fara um veginn. Og þetta staðfestir hæstv. ráðh. enn einu sinni. En þó að hann segi: „Ég tel enga ástæðu til að ætla, að þeir muni ekki fallast á að borga það,“ þá staðfestir það enn einu sinni það, sem ég sagði, og þessi orð benda til þess alveg ótvirætt, að við þá hefur ekki verið samið um það að borga gjald fyrir að fara um veginn. Og þó að eigi að telja saman ferðirnar og reikna út, eins og hæstv. ráðh. gerði, að eftir réttum gjaldtaxta hefðu þeir átt að borga 65 þús., en þeir höfðu áður borgað 300 þús., og síðan stendur það opið, að þessar 65 þús. falli aðeins inn í 300 þús. kr. upphæðina, er það vitanlega alveg augljóst mál, að með þessu borga þeir ekkert sérslakt aukagjald fyrir að fara um þennan dýra veg, svo að þau ályktunarorð, sem ég dró hér, standa vitanlega fullkomlega rétt, og síðari ummæli ráðh. staðfestu það einnig, og það er það, sem er aðalatriðið. Enn sem komið er hefur ekki verið samið um sérstakt gjald fyrir þá fyrir að fara um þennan veg.