27.10.1965
Sameinað þing: 8. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 401 í D-deild Alþingistíðinda. (3067)

28. mál, vegaskattur

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Hv. 5. þm. Austf. fullyrðir það, að enn sem komið er hafi alls ekki verið samið um sérstaka greiðslu við varnarliðið vegna umferðar á Keflavíkurvegi. Þar sem ég las hér upp áðan tilkynningu frá utanrrn. um það, að þetta gjald yrði gert upp eftir á, finnst mér anzi hart, að hv. þm. skuli koma með fullyrðingar um það, að utanrrn. hafi gefið út tilkynningu raunverulega algerlega út í bláinn. Og það er hreinn misskilningur, að það eigi að greiða þetta gjald eftir einhverri áætlun. Varnarlíðsbílarnir hafa þegar fengið miða, sem eru taldir, og það er vitað, hve þeir fá marga miða, og þeir verða að borga þá miða, sem þeir hafa tekið, þannig að það er alveg ástæðulaust fyrir hv. þm. að vera að reyna að snúa út úr þessu og segja, að það sé ekki um þetta samið, þegar utanrrn. hefur gefið út tilkynningu um það. Varnarliðsbílarnir borga að vísu ekki strax eins og aðrir, en það verður gert upp eftir á í sambandi við þá miða, sem þeir hafa tekið út.