17.11.1965
Sameinað þing: 12. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 430 í D-deild Alþingistíðinda. (3103)

59. mál, tilboð í verk samkvæmt útboðum

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Það er hverju orði sannara hjá hv. fyrirspyrjanda, að hér er um mikilvægt mál að ræða, sem nauðsynlegt er, að settar séu um sem fastastar reglur. Þess vegna var það, að í des. 1959 skipaði ég eftirtalda menn í n, til þess að gera till. um þetta mál: Magnús Torfason prófessor, sem er formaður n., Gústaf E. Pálsson verkfræðing, Sigurð Thoroddsen verkfræðing, Björgvin Frederiksen framkvæmdastjóra, Árna Brynjólfsson rafvirkjameistara, Finn B. Kristjánsson rafvirkjameistara, Hjálmar Blöndal hagsýslustjóra og Guðmund Guðjónsson arkitekt. N. hefur því miður ekki enn lokið störfum þrátt fyrir eftirrekstur viðskmrn., en samkv. upplýsingum formanns hennar mun hún skilja áliti fyrir næstu áramót.