16.12.1965
Sameinað þing: 23. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 472 í D-deild Alþingistíðinda. (3157)

210. mál, lýsishersluverksmiðju

Fyrirspyrjandi (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Hinn 5. maí næstliðið vor samþykkti Alþ. ályktun um lýsisherzluverksmiðju. Hún hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta:

Alþ. ályktar að fela ríkisstj. að láta nú þegar kanna möguleika á sölu hertrar síldarfeiti á erlendum mörkuðum og gera að öðru leyti rækilegar rannsóknir á því, hvort nú sé orðið tímabært að byggja verksmiðju til herzlu síldarlýsis samkv. ákvæðum laga nr. 93 frá 1942. Sýni rannsóknirnar hagstæða útkomu, skal þegar kanna til hlítar, hvar verksmiðjan skuli staðsett, og að því loknu hefja undirbúning að byggingu hennar.“

Og nú er spurt: Hvað hefur ríkisstj. gert til framkvæmda á ályktun Alþ. frá 5. maí 1965, um lýsisherzluverksmiðju?