28.02.1966
Neðri deild: 48. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 610 í B-deild Alþingistíðinda. (392)

123. mál, útflutningsgjald af sjávarafurðum

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. Ég er með því að lækka útflutningsgjald á bolfiski og breyta því í magngjald, en mótfallinn því að hækka útflutningsgjald á bræðsluafurðir, eins og kom fram við atkvgr. við 2. umr., þar sem ég greiddi atkv. á móti því atriði.

Frv. þetta byggist á hinn bóginn þrátt fyrir allt á nokkru samkomulagi innan sjávarútvegsins, og því greiði ég ekki atkv. á móti því, en sit hjá. En ég treysti því, að síldarskatturinn verði fljótt lagfærður og það dæmi verði gert upp og reiknað á nýjan leik nú fyrir vorið.

Ég greiði ekki atkv.