17.02.1966
Efri deild: 37. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 634 í B-deild Alþingistíðinda. (437)

108. mál, kosningar til Alþingis

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Frv. það, sem hér er lagt fram um breyt. á l. um kosningar til Alþingis, er ósköp smátt í sniðum að vísu, en það hefur verið talið eðlilegt að gera smábreytingar í sambandi við aðstöðu kjósanda til þess að gera kjörstjórn grein fyrir, hver hann er, einkum og sér í lagi eftir að sett voru lögin um nafnskírteini, og þess vegna hefur verið lagt til af hagstofustjóra, að þessi breyting yrði gerð á lögunum, sem felst í því, að viðkomandi geti sannað, hver hann er, eða kjósandi geti sannað fyrir kjörstjórn, hver hann er, með því að framvísa nafnskírteini sinu. Að sjálfsögðu, þó að þessi breyting verði samþykkt, getur hann enn notað þær aðrar aðferðir, sem fyrir hendi eru, til þess að sanna fyrir kjörstjórninni, hver hann sé í raun og veru. En það, að frv. er nú fram borið, mundi þá leiða til þess, að ákvæði þess kæmi til framkvæmda í sambandi við sveitarstjórnarkosningarnar, í samræmi við ákvæði þeirra laga um, að í hinum og þessum tilfellum sé í meginatriðum farið eftir lögunum um kosningar til Alþingis.

Ég held, að það þurfi ekki að skýra þetta nánar, og vildi leyfa mér að leggja til, að málinu væri að lokinni þessari umr. vísað til hv. allshn.