15.02.1966
Efri deild: 36. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 636 í B-deild Alþingistíðinda. (452)

107. mál, sveitarstjórnarkosningar

Félmrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Við afgreiðslu frv. til l. um sveitarstjórnarkosningar hér á hv. Alþ. árið 1962 féll niður ákvæði um afnám eldri sveitarstjórnarlaga, og hafa hin eldri lög af þessum ástæðum verið prentuð áfram og birt í nýútkomnu lagasafni. Þar sem um það bil eftir 3 mánuði eiga fram að fara bæjar- og sveitarstjórnarkosningar um land allt, þykir nauðsynlegt að gera hér hreinna borð og fyrirbyggja, svo sem kostur er, hugsanlegan misskilning af þessum ástæðum. Af þeim sökum er frv. þetta flutt.

Auk fyrrgreindrar leiðréttingar er í frv. orðalagsbreyting á 1. gr., sem ætluð er til enn frekari glöggvunar þeim, sem hlut eiga að máli.

Frv. þetta er ekki mikið að vöxtum, og ekki ætti að þurfa að verða ágreiningur um efni þess, en eigi að siður brýn nauðsyn á, að það nái fram að ganga á þessu þingi af fyrrnefndum ástæðum.

Herra forseti. Ég legg til, að frv. verði að þessari umr, lokinni vísað til hv. heilbr.- og félmn.