28.03.1966
Neðri deild: 60. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 694 í B-deild Alþingistíðinda. (501)

136. mál, ráðstafanir vegna sjávarútvegsins

Matthías Bjarnason:

Herra forseti. Ég skal ekki lengja þessar umr., en það er aðeins út af þeim orðum, sem hv. 3. þm. Sunnl. lét falla hér í sambandi við þá brtt., sem við flytjum á þskj. 385. 2. landsk. og ég, að hann taldi, að það gæti komið til greina, að slík uppbót ætti þá að koma á allt árið 1965.

Eins og hv. þm. sjá, er þessi till. okkar um. að aftan við 1. gr. frv. komi 2 nýjar málsgr., þar sem heimilað er að greiða viðbótaruppbót á línu- og handfærafisk veiddan á tímabilinu frá 1. okt. 1965 til 31. des. 1965 umfram þá 25 aura á hvert kg, sem ákveðið var með lögum frá 8. maí 1965 að ríkissjóður skyldi greiða, og jafnframt, að heildaruppbætur á línu- og handfærafisk á árinu 1965 skuli þó ekki fara fram úr 22 millj. kr., elns og upprunalega var gert ráð fyrir. En fyrir það. að færri bátar stunduðu línuútgerð á vetrarvertíð 1965, og fleira kom þar til greina, gæftaleysi mjög mikið, sérstaklega í janúarmánuði, varð línuaflinn miklu minni en áætlað var, og því má segja, að eftir sé nokkur fjárhæð. sem er tiltölulega lítil, en ef á að skipta þessari fjárhæð á allan línuafla, sem á land kom árið 1965, verða þetta mjög litlar bætur fyrir allan bátaflotann.

Eins og frsm. fyrir nál. og fyrir brtt., 2. landsk. þm., tók fram, er höfuðrökstuðningur okkar, sem þessa till. flytjum, að það varð mikil hækkun á útgerðarkostnaði, hækkun á tryggingu til skipverja, eftir samningum verkalýðsfélaganna við atvinnurekendur í júnímánuði 1965, en útgerðin varð að búa við sama fiskverð út árið. Þess vegna má segja og öll sanngirni mælir með því, að það sé komið eitthvað til móts við þá aðila til þess að mæta þeim hækkunum, sem urðu á útgerðarkostnaði síðustu mánuðina.

Ég skal fyllilega taka undir það með hv. 5. þm. Austf., að það getur verið áhorfsmál, hvort við eigum endilega að miða þessar bætur við 1. okt. eða jafnvel fara 1—2 mánuði fram í tímann, það getur verið mikið áhorfsmál. og er alls ekki fjarstæðukennt, að það sé athugað. En hitt finnst mér vera sama og engar bætur, ef á að fara að ráðstafa þessari litlu upphæð yfir á allt árið 1965, og sömuleiðis er það ekki réttlátt, að það sé gert, vegna þess, sem ég áðan sagði, að útgerðarkostnaðurinn hækkaði mjög verulega á miðju síðasta ári.

Ég fyrir mitt leyti get mjög vel fellt mig við það að taka þessa till. aftur til 3. umr. og tel alveg sjálfsagt, að sjútvn. fjalli nánar um till.