31.03.1966
Neðri deild: 62. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 695 í B-deild Alþingistíðinda. (504)

136. mál, ráðstafanir vegna sjávarútvegsins

Frsm. meiri hl. (Birgir Finnsson):

Herra forseti. Við 2. umr. þessa máls lögðum við hv. 11. landsk. þm. og ég fram brtt. á þskj. 385, eins og þar greinir. Það var horfið að því ráði að taka þá till. aftur til þessarar umr. og athuga hana í sjútvn. hv. d. Þetta hefur verið gert, og það hefur orðið samkomulag um það í sjútvn. að mæla með till. með þeirri breytingu, sem fram kemur á þskj. 400, þ.e.a.s. að í staðinn fyrir orðin „1. október“ í till. okkar komi: 1. júlí. Um till. hv. 3. þm. Norðurl. e. og hv. 4. þm. Reykn. á þskj. 382 er ekki samkomulag í sjútvn.